Home Fréttir Í fréttum Lekavandamál í sex ára gömlu húsi

Lekavandamál í sex ára gömlu húsi

15
0
Kuggavogur 15-19. Fjölbýlishúsið rís hátt og setur því mikinn svip á Vogabyggð. mbl.is/Baldur

Veg­far­end­ur í Voga­byggð hafa veitt því at­hygli að verið er að gera við fjöl­býl­is­hús í nýju hverfi. Við nán­ari skoðun kem­ur í ljós að verið er að gera við hús í Kugga­vogi en bygg­ing­ar­ár þess er skráð 2019.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins stóðu íbú­ar frammi fyr­ir því að velja á milli viðgerðar eða þess að setja nýj­an veður­hjúp utan á húsið og völdu þeir síðari kost­inn. Ekki er verið að skipta um alla glugga held­ur er verið að end­urþétta og yf­ir­fara sam­skeyti.

Jafn­framt er verið að gera við raðhús sem eru hluti af sömu heild. Verk­efnið var kallað Trillu­vog­ur 1 í kynn­ingu arki­tekta (Kugga­vog­ur 15-19 og Trillu­vog­ur 1-9).

Ýmis­legt bend­ir til þess að frá­gangi húss­ins hafi verið ábóta­vant. mbl.is/​Bald­ur

Sjón­steypa ut­an­húss

Fram kom í aug­lýs­ingu vegna einn­ar íbúðar­inn­ar árið 2023 að húsið væri staðsteypt og á því var­in sjón­steypa ut­an­húss með lituðum flöt­um.

Skemmd­ir svo skömmu eft­ir að húsið var tekið í notk­un benda til þess að skort hafi upp á frá­gang­inn til að húsið stæðist ís­lenska veðráttu.

Nokkuð var lagt í hönn­un­ina en stærra húsið er lyftu­hús með bíla­geymslu. Dæmi eru um að íbúðir séu með auk­inni loft­hæð og gólfsíðum glugg­um en mikið út­sýni er frá efri hæðum.

Trillu­vog­ur 1-9. Raðhús­in sem til­heyra um­rædd­um reit. mbl.is/​Bald­ur

Viðmæl­andi blaðsins, sem þekk­ir til húsaviðgerða, sagði viðgerðina ekki eins­dæmi þegar ný­leg fjöl­býl­is­hús eru ann­ars veg­ar.

Þvert á móti sé ekki óal­gengt að ágall­ar komi í ljós á ný­leg­um bygg­ing­um. Mik­ill bygg­ing­ar­hraði eigi þátt í því.

Inn­gang­ar raðhús­anna snúa að baklóðinni. mbl.is/​Bald­ur

Íbúðirn­ar í sölu í apríl 2019

Sagt var frá því í apríl 2019 að íbúðirn­ar í Kugga­vogi 15-19 og Trillu­vogi 1-9 væru komn­ar í sölu. Ann­ars veg­ar væri um að ræða sex hæða fjöl­býl­is­hús með 40 íbúðum og hins veg­ar fimm raðhús á þrem­ur hæðum.

Sam­kvæmt fast­eigna­vef mbl.is var verð íbúðanna frá 34,9 millj­ón­um króna og verð raðhús­anna frá 89,9 millj­ón­um.

Síðar­nefnda upp­hæðin er u.þ.b. 123 millj­ón­ir á nú­v­irði. Var þá áformað að af­henda íbúðirn­ar í ág­úst og raðhús­in í sept­em­ber sama ár. Þótti sæta tíðind­um að raðhús kæmu í sölu í þess­um borg­ar­hluta.

Fyr­ir rúmu ári kom eitt raðhúsið í sölu og var ásett verð þá 134,9 millj­ón­ir en það er 189,2 fer­metr­ar að stærð.

Ryðskemmd­ir á skyggni yfir inn­gangi í Kugga­vogi 15-19. mbl.is/​Bald­ur

Heimild: Mbl.is