Home Fréttir Í fréttum 20.05.2025 Forval – Innanhúss frágangur og stýriverktaka hæðir K2 -4h í meðferðarkjarna

20.05.2025 Forval – Innanhúss frágangur og stýriverktaka hæðir K2 -4h í meðferðarkjarna

72
0
Mynd – Nýr Landspítali/NLSH ohf.

Nýr Landspítali ohf., kt. 500810-0410, Vatnsmýrarvegi 22, 101 Reykjavík, (hér eftir nefndur „verkkaupi“) óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á innanhússfrágangi í kjallara K2 til 4. hæðar meðferðarkjarna sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík (sjá www.nlsh.is). Jafnframt nær útboðið til stýriverktöku fyrir framkvæmdir á K2 til 4. hæðar, þ.m.t. vegna lagna (3. kafla) og rafkerfis (4. kafla), en vinna við lagnir og rafkerfi verður boðið út sérstaklega.

Stærð nýs meðferðarkjarna er um 70 þúsund fermetrar sem skiptast á 8 hæðir, þar af 2 hæðir neðanjarðar (K1 og K2). Útboð þetta tekur til allt að 55 þúsund fermetra í meðferðarkjarnanum að undanskildum legudeildum á 5.-6. hæð. Ákveðin sérmerkt rými verða þó ekki hluti af innanhússfrágangi þessa útboðs þar sem fullnaðarhönnun þeirra er ekki lokið eða ákvarðanir hafa ekki verið teknar um útfærslu frágangs.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að gera samning við verktaka um viðbótarverk, s.s. um frágang á þeim sérmerktu svæðum sem ekki eru hluti af útboði þessu og einnig við innri frágang og/eða stýriverktöku í um 18 þúsund fermetra rannsóknarhúsi í samræmi við heimildir í lögum um opinber innkaup.

Forvalið er opið öllum hæfum umsækjendum og er auglýst á Íslandi og Evrópska efnahagssvæðinu (EES) samkvæmt 4. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (hér eftir skammstafað „OIL”). Að loknu forvali munu þeir þátttakendur sem uppfylla lágmarkskröfur um hæfi samkvæmt hæfiskröfum forvalsins vera gefinn kostur á að taka þátt í lokuðu útboði samkvæmt 35. gr. OIL.

Í forvalsgögnum þessum eru tilgreindar þær upplýsingar og gögn sem þátttakandi í forvali þarf að leggja fram með umsókn sinni. Þá er tilgreint hvernig farið verður með umsóknir og hvað lagt verður til grundvallar við val á þeim fyrirtækjum, úr hópi umsækjenda, sem gefinn verður kostur á að taka þátt í fyrirhuguðu útboði á innanhússfrágangi K2 til 4. hæðar nýs meðferðarkjarna. Umsóknir skulu gilda í 6 mánuði eftir opnun þeirra.

Útboðsgögn afhent: 18.04.2025 kl. 10:10
Skilafrestur 20.05.2025 kl. 13:00
Opnun tilboða: 20.05.2025 kl. 13:15

Sjá frekar.