Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í byggingu nýs íþróttahúss við Heiðarborg í Hvalfjarðarsveit.
Verkið er annar áfangi af tveimur í byggingu nýs Íþróttahúss. Meðal annars er um að ræða frágang innanhúss, lagnir, raflagnir, innréttingar og búnað ásamt frágangi lóðar.
Helstu magntölur:
Fjaðrandi parketgólf 900 m2
Flotun gólfa 800 m2
Málun 3.300 m2
Innihurðir og gluggar 50 stk.
Raf- og tölvustrengir 12.500 m
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi í gegnum útboðsvef COWI á vefslóðinni: https://mannvit.ajoursystem.net/ frá kl. 17:00 þann 14. apríl 2025.
Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef COWI eigi síðar en kl. 10:00 þann 20. maí 2025. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar tilboði hefur verið skilað á útboðsvefinn. Fundargerð opnunarfundar verður send öllum bjóðendum.