Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir, f.h. Ríkiseigna, óskar eftir tilboðum í endurbætur utanhúss á Þjóðminjasafninu að Suðurgötu 41.
Verkið felst í endurnýjun steiningar á austurhlið og endurnýjun glugga á byggingunni við Suðurgötu 41, 107 Reykjavík hér eftir kallað Þjóðminjasafn.
Verkið er 1. ‚áfangi af þremur og afmarkast með rauðmerktri línu á mynd. Auk framkvæmda á austurhlið er inní verkinu viðhald á þaki andyrisbyggingar sem felst í því að endurnýja vatnsvarnardúk á þaki og viðgerðir á múrkerfi.
Um er að ræða almennt útboð að ræða eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) og grein 1.2.2 í ÍST 30:2012. Útboð þetta er aðeins auglýst innanlands.
Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.
Leiðbeiningar varðandi skráningu og skil tilboða er að finna á hér.
Athugið að þar sem útboðið er einungis auglýst innanlands er ekki hægt að leita að útboðinu á TendSign.is, smellu á Skoða meira til að finna útboðið.
Útboðsgögn afhent: | 10.04.2025 kl. 13:27 |
Skilafrestur | 05.05.2025 kl. 12:00 |
Opnun tilboða: | 05.05.2025 kl. 13:00 |
Beinn hlekkur á útboð er: https://tendsign.is/doc.aspx?ID=228398&B=L8ymK6pKvG4A