Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vinna hörðum höndum við að koma vegtengingu út í Laugardælaeyju

Vinna hörðum höndum við að koma vegtengingu út í Laugardælaeyju

53
0
Unnið að varnargarði út í Ölfusá til að koma á vegtengingu við Efri-Laugardælaeyju vegna byggingar nýrrar Ölfusárbrúar. RÚV – Guðmundur Bergkvist

Við bakka Ölfusár er unnið hörðum höndum við að koma vegtengingu út í Laugardælaeyju vegna byggingar nýrrar Ölfusárbrúar. Verkefnastjóri hjá Vegagerðinni segir verkið á áætlun.

Framkvæmdir við nýja Ölfusárbrú hófst í desember og verktakar eru byrjaðir að vinna að varnargarði í ánni til þess að koma á vegtenginu út í Efri-Laugardælaeyju.

„Það er unnið við jarðvegsskipti austan við ána fyrir nýjum vegi að brúnni. Og eins er unnið við varnargarð sem er lagður út í ána til að koma á vegtengingu yfir í eyjuna,“ segir Höskuldur Tryggvason, verkefnastjóri hjá framkvæmdadeild Vegagerðarinnar.

Við enda varnargarðsins verður reist 40 metra löng bráðabirgðabrú út í eyna.

„Þannig að það er það sem verður unnið við á næstunni. Eins verður áfram unnið að vegagerðinni á sitthvorum bakkanum, bæði hér að austanverðu, til austurs og austur fyrir Laugardælaveg. Og eins fara framkvæmdir að hefjast hinu megin á vesturbakkanum líka.“

Höskuldur Tryggvason, er verkefnastjóri yfir þessu verkefni hjá Vegagerðinni.
RÚV / Guðmundur Bergkvist

Þurfið þið að sprengja fyrir einhverju?

„Það þarf að sprengja haft vestan við ánna og það stefnir í að framkvæmdir hefjast þar einhvern tímann í kringum næstu helgi.“

Höskuldur segir verkið á áætlun en brúarsmíðinni á að vera lokið í október 2028. „Verkið er náttúrulega bara rétt að byrja en hún er á áætlun og gengur eftir þeim plönum sem gerð voru hér í upphafi.“

Heimild: Ruv.is