Home Fréttir Í fréttum JT Verk verður að JTV ehf.

JT Verk verður að JTV ehf.

108
0
Reykjavík Saga hótel við Lækjargötu er eitt þeim verkefnum sem JTV hefur komið að. Ljósmynd/Aðsend

Fyr­ir­tækið JT Verk, sem hef­ur sér­hæft sig í fram­kvæmda­stjórn við bygg­inga­fram­kvæmd­ir, hef­ur breytt nafni sínu í JTV.

Að sögn Jónas­ar Hall­dórs­son­ar, stofn­anda og for­stjóra JTV, var ákveðið fyr­ir tveim­ur árum að fara í mark­vissa stefnu­mót­un til að skerpa áhersl­ur og staðfæra fyr­ir­tækið sem leiðandi í um­sjón bygg­inga­fram­kvæmda. Nafna­breyt­ing­in sé liður í þeirri vinnu ásamt nýju lógói og nýrri vefsíðu, að fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Jón­as er verk­fræðing­ur að mennt og á að baki lang­an fer­il í bygg­ing­ariðnaði. Hann vann á verk­fræðistofu til margra ára og var m.a. hönn­un­ar­stjóri við bygg­ingu Hörpu áður en hann flutt­ist til Nor­egs.

„Góð verk­stjórn við bygg­inga­fram­kvæmd­ir skipt­ir höfuðmáli og er eitt­hvað sem við ætt­um að leggja mun meiri áherslu á hér á landi. Fram­kvæmda­stjórn við verk­leg­ar fram­kvæmd­ir er sér­stakt fag sem nýt­ur virðing­ar víða er­lend­is því það spar­ar bæði tíma og fé að láta til þess bæra fagaðila sjá um ut­an­um­hald stærri fram­kvæmda“ seg­ir Jón­as í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is