Verkið felst m.a. í endurgerð fráveitulagna, götulýsingar, vatnsveitu og hitaveitu í götunni Víðigrund á Sauðárkróki, auk jarðvegsskipta í götunni, með malbikun akbrautar og gangstétta og gerð kantsteina.
Helstu magntölur:
- Skurðgröftur, fráveita: 550 m
- Fráveitulagnir, plast: 850 m
- Skurðgröftur, vatns- og hitaveita: 380 m
- Vatnsveitulagnir, plast: 380 m
- Hitaveitulagnir, stál og plast: 330 m
- Jarðvegsskipti: 3.500 m3
- Jöfnunarlag: 385 m3
- Malbik á akbrautir: 3.120 m2
- Malbik á gangstéttar: 915 m2
- Kantsteinar: 475 m
Opnunardagur tilboða er 29. apríl 2025.
Verkinu í heild skal lokið 31. október 2025.
Útboðsgögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með 8. apríl 2025. Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið stod@stodehf.is
Heimild: Skagafjörður, veitu- og framkvæmdasvið