Home Fréttir Í fréttum 10,5 milljarðar í nýtt Marriott-hótel

10,5 milljarðar í nýtt Marriott-hótel

75
0
Drög að fyrirhuguðu Moxy-hóteli í Borgartúni í Reykjavík. Teikning/T.ark arkitektar

Fast­eigna­fé­lagið Íþaka áform­ar að hefja í haust upp­bygg­ingu 304 her­bergja hót­els í Borg­ar­túni í Reykja­vík.

Jó­hann Sig­urðsson, sem rek­ur Hót­el Ca­bin í Borg­ar­túni, Hót­el Örk í Hvera­gerði og Hót­el Klett í Mjöln­is­holti, mun reka hót­elið sem áformað er að opna vorið 2028.

„Við erum með sér­leyfi frá Marriott og ætl­um að opna hér Moxy-hót­el, sem er það vörumerki inn­an Marriott-keðjunn­ar sem hef­ur vaxið hraðast síðustu ár,“ seg­ir Jó­hann um áformin.

Fjár­mögn­un tryggð

Gunn­ar Val­ur Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­fé­lags­ins Íþöku, seg­ir búið að tryggja fjár­mögn­un vegna þess­ar­ar upp­bygg­ing­ar en heild­ar fjár­fest­ing­ar­kostnaður er um 10,5 millj­arðar króna án virðis­auka­skatts.

Frá vinstri: Pét­ur Freyr Pét­urs­son, Jó­hann Sig­urðsson og Gunn­ar Val­ur Gísla­son við fyr­ir­hugað upp­bygg­ing­ar­svæði mbl.is/​Eggert

Íþaka leig­ir nú Íslands­hót­el­um hót­elt­urn­inn á Höfðatorgi. Þá leig­ir fé­lagið Center­Hót­el­un­um hót­el­bygg­ing­una á horni Laug­ar­veg­ar og Snorra­braut­ar.

Marriott hef­ur þegar haslað sér völl á Íslandi. Hót­elkeðjan er með Ed­iti­on-lúx­us­hót­elið við Hörpu í Reykja­vík og Courty­ard-hót­elið á Aðal­torgi, gegnt Kefla­vík­ur­flug­velli.

Full­trú­ar Marriott spennt­ir

Alex Stein­bach, for­stöðumaður hót­elþró­un­ar á Norður­lönd­um hjá Marriott, seg­ist í til­kynn­ingu spennt­ur fyr­ir verk­efn­inu.

Hér má sjá hvernig hluti fyr­ir­hugaðs hót­els verður gegnt Rúg­brauðsgerðinni í Borg­ar­túni. Teikn­ing/​T.ark arki­tekt­ar

„Við erum spennt að kynna Moxy hót­elkeðjuna til Reykja­vík­ur. Moxy býður upp á skemmti­lega og fé­lags­lega upp­lif­un sem hent­ar full­kom­lega bæði Íslend­ing­um og er­lend­um gest­um sem leita að líf­legri og óhefðbund­inni gist­ingu. Þetta verk­efni sýn­ir áfram­hald­andi vöxt Marriott hót­ela á Norður­lönd­un­um og styrk Marriott Bon­voy vild­ar­kerf­is­ins. Við erum afar þakk­lát fyr­ir náið sam­starf okk­ar við Ca­bin ehf. og fast­eigna­fé­lagið Íþöku ehf. og hlökk­um til þessa spenn­andi ferðalags sam­an,“ sagði Stein­bach í til­kynn­ingu til blaðsins.

Fjallað er um hót­elið í blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is