Home Fréttir Í fréttum 70 missa vinnuna hjá Kömbum sem stefna í gjaldþrot

70 missa vinnuna hjá Kömbum sem stefna í gjaldþrot

67
0
Fyrirtækið Kambar er meðal annars með starfsemi á Smiðjuvegi í Kópavogi. RÚV – Ragnar Visage

Sjötíu starfsmönnum Kamba var sagt upp í gær og fyrirtækið er á leið í gjaldþrot. Engin laun voru greidd út um mánaðamótin.

Sjötíu starfsmenn fyrirtækisins Kamba bíða uppsagnar. Starfsfólk hefur ekki fengið afhent uppsagnarbréf en eigandi fyrirtækisins tilkynnti starfsfólki í gær að fyrirtækið stefni í gjaldþrot. Starfsfólkið fékk einnig þær upplýsingar að það þyrfti ekki að mæta meira. Engin laun voru greidd út um mánaðamótin.

Kambar starfa á Smiðjuvegi í Kópavogi, á Norðurbakka í Þorlákshöfn og á Hellu. Fyrirtækið er í eigu Karls Wernerssonar og framleiddi glugga, gler, hurðir og svalahandrið og hefur verið eini framleiðandi landsins á hertu gleri.

Starfsmaður hjá Kömbum segir þetta munu koma illa við samfélagið á Hellu þar sem margir hafa starfað hjá fyrirtækinu.

Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga sameinuðust undir merkinu Kambar fyrir þremur árum. Velta Kamba var þá áætluð 2,5 milljarðar króna.

Heimild: Ruv.is