Home Fréttir Í fréttum Mikilvæg breyting í Úlfarsárdal

Mikilvæg breyting í Úlfarsárdal

59
0
Bjarg íbúðafélag hefur meðal annars byggt leiguíbúðir í Hraunbænum í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Trausta­son, fram­kvæmda­stjóri Bjargs íbúðafé­lags, seg­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu borg­ar­inn­ar um að kanna leiðir til að flýta upp­bygg­ingu íbúða í Úlfarsár­dal munu hafa mik­il áhrif á upp­bygg­ingu fé­lags­ins og á íbúðamarkaðinn í heild.

Með því vís­ar Björn til vilja­yf­ir­lýs­ing­ar sem Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri, Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir formaður BSRB und­ir­rituðu í síðustu viku, en hún fel­ur í sér að skoða nýj­ar leiðir til þess að auka fram­boð og hraða upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis í Reykja­vík og stuðla þannig að auknu jafn­vægi á fast­eigna­markaði.

Alls um 2.000 íbúðir
Meðal helstu verk­efna er að kanna hvort hægt er að flýta upp­bygg­ingu hús­næðis í Úlfarsár­dal, á skipu­lags­svæðinu M22, með aðkomu innviðasjóðs í eigu líf­eyr­is­sjóða. Svæðið er í hlíðunum ofan við Bauhaus og er einnig nefnt Halli. Þar er gert ráð fyr­ir um 2.000 íbúðum.

Björn seg­ir hús­næðisáætl­un borg­ar­inn­ar 2024-2033 bjóða upp á mik­il tæki­færi til upp­bygg­ing­ar á hag­kvæm­um íbúðum. Máli sínu til stuðnings sýn­ir hann blaðamanni kort af fimm öðrum fyr­ir­huguðum upp­bygg­ing­ar­svæðum.

Í fyrsta lagi svæðið sunn­an Úlfars­fells, norðan Reyn­is­vatns­áss, en þar sé rætt um 8.000 íbúðir á 144 hekt­ara svæði. Í öðru lagi sé áformað að byggja 3.800 íbúðir á 87 hekt­ara svæði á Blika­stöðum og í þriðja lagi um 9.000 íbúðir á 116 hekt­ara landi í Keldna­landi. Í fjórða lagi sé Geld­inga­nes um 400 hekt­ar­ar og í fimmta lagi sé Álfs­nes um 1.000 hekt­ar­ar. Með því að heim­ila upp­bygg­ingu á þess­um svæðum sé hægt að stuðla að stór­auknu fram­boði á hag­kvæm­um íbúðum sem sé ódýr­ara að byggja en al­mennt á þétt­ing­ar­reit­um. Sunda­braut muni opna á þessa upp­bygg­ing­ar­mögu­leika í Geld­inga­nesi og Álfs­nesi og sé því afar mik­il­væg.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is