Home Fréttir Í fréttum Munaði 450 milljónum á tilboðum

Munaði 450 milljónum á tilboðum

135
0
Trjáfellingar Tilboð Tandrabretta var talsvert hagstæðara en Sigurjóns. Ljósmynd/Tandrabretti

Hundraða millj­óna mun­ur var á hæsta og lægsta til­boði í skóg­ar­höggið í Öskju­hlíðinni.

Lægsta til­boðið var frá Tandra­brett­um, 19.730.000 kr. Hrein­ir garðar ehf. buðu 142.544.287 kr. og Garðaþjón­usta Sig­ur­jóns átti hæsta til­boðið, 468.720.000 kr. eða 448.990.000 kr. hærra en lægsta til­boð. Ófull­nægj­andi til­boð bár­ust frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, sem gaf ekki upp verð, og frá Garðlist, sem bauð ein­ung­is tíma­gjald í verkið.

Reykja­vík­ur­borg hafði gefið það út áður en útboðið fór fram að kostnaður vegna verks­ins myndi skipta ein­hverj­um hundruðum millj­óna króna. Ein­ar Birg­ir Kristjáns­son fram­kvæmda­stjóri Tandra­bretta seg­ir verðið vera ásætt­an­legt og að hann muni vinna verðmæti úr trján­um. Hann hef­ur ekki tekið ákvörðun um hvernig timbrið verður unnið.

Heimild: Mbl.is