Verkfræðingar og tæknifræðingar hjá Reykjavíkurborg hafi fellt nýjan kjarasamning. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram dagana 19. til 24. mars.
Í tilkynningu þess efnis á Facebooksíðu Verkfræðingafélags Íslands segir að 61 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi hafnað samningnum og 39 prósent samþykkt samninginn.
Alls hafi 56 verið á kjörskrá og 41 þeirra hafi greitt atkvæði, eða 73 prósent.
Heimild: Visir.is