Home Fréttir Í fréttum Lagning háspennustrengs í Berufirði ekki háð mati á umhverfisáhrifum

Lagning háspennustrengs í Berufirði ekki háð mati á umhverfisáhrifum

31
0
RARIK hefur töluverða reynslu af plægingu í leirur og öll ummerki eftir slíkt hverfa jafnan á skömmum tíma. Mynd RARIK/Benni Albert Friðþórsson

Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að lagning fimmtán kílómetra langs háspennustrengs í jörðu fyrir botni Berufjarðar skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Birti stofnunin þennan úrskurð sinn á föstudaginn var en það er RARIK ohf. sem fyrirhugar að leggja þar niður fimmtán kílómetra langan þriggja fasa háspennustreng í jörðu. Það liður í strengvæðingu dreifikerfis RARIK en nýr strengur skal leysa af hólmi yfir 50 ára gamla einfasa loftlínu sem nú er til staðar í firðinum.

Strenginn skal leggja í jörðu frá spennistöð við Kelduskóga að spennistöð við bæinn Berufjörð áður en lagnaleiðin greinist annars vegar að Melshorni og hins vegar að Eyjólfsstöðum.

Í greinargerð RARIK kemur fram að leitast skal eftir að leggja strenginn í eða við þegar raskað land að langstærstu leyti. En á rúmlega 700 metra kafla sé nauðsynlegt að plægja niður Berufjarðarleirur sem njóta sérstakrar náttúruverndar.

Reynsla hefur sýnt að ummerki eftir plægingu í leirum hverfa mjög fljótt eftir lagningu enda lokist sár gjarnan um leið og byrjað fer að flæða upp á leirurnar að því er fram kemur í greinargerð RARIK.

Undir það taka þær stofnanir sem athugasemdum komu á framfæri við Skipulagsstofnun vegna þessa. Þar nokkuð samdóma álit að framkvæmdin hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif og þau neikvæðu áhrif sem geta komið til séu tímabundin.

Hægt verður að gera athugasemdir við niðurstöðu Skipulagsstofnunar næsta mánuðinn.

Heimild: Austurfrett.is