Home Fréttir Í fréttum Óttast einsleitni vegna úthlutunar lóða til hæstbjóðanda

Óttast einsleitni vegna úthlutunar lóða til hæstbjóðanda

104
0
Bæjarskrifstofur Kópavogs. RÚV – Ragnar Visage

Síðustu fjölbýlishúsalóðunum í nyrri byggð í Vatnsendahvarfi var úthlutað fyrir helgi. Minnihlutinn gagnrýndi að lóðir væru seldar hæstbjóðanda en ekkert færi til óhagnaðardrifinna félaga. Meirihlutinn sagði brugðist við ákalli um aukið lóðaframboð.

Bæjarráð Kópavogs samþykkti í vikunni að úthluta tveimur lóðum við Hallahvarf í Vatnsendahvarfi. Þar á að reisa fjölbýlishús.

Fyrirtækið XP7 bauð hæst í aðra lóðina, 369 milljónir, og MótX í hina, 515 milljónir.

Bæjarráð ákvað á fimmtudag að úthluta þessum tveimur fyrirtækjum lóðunum tveimur. Sú afgreiðsla var samþykkt með þremur atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem eru í meirihluta. Tveir fulltrúar Vina Kópavogs og Viðreisnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Bæjarráðsfulltrúar minnihlutans, og áheyrnarfulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata sem eru einnig í minnihluta, bókuðu andmæli sín við úthlutuninni. Í bókuninni segir að enn og aftur hafi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafnað því að taka frá lóð til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga en þess í stað selt þær hæstbjóðanda.

„Engri lóð hefur enn verið úthlutað til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga í Kópavogi sem veldur einsleitni í uppbyggingu hverfa og vöntun á húsnæði fyrir ákveðinn hóp íbúa.“

Heimild: Ruv.is