Home Fréttir Í fréttum Glæsilegur miðbæjarkjarni rís við Hafnargötu í Keflavík með 24 íbúðum

Glæsilegur miðbæjarkjarni rís við Hafnargötu í Keflavík með 24 íbúðum

67
0
Séð yfir framkvæmdasvæðið að Hafnargötu 22 til 24. Þetta svæði mun taka miklum breytingum á næstu misserum. VF/Hilmar Bragi

Framkvæmdir við uppbyggingu á þéttingareit við Hafnargötu 22-24 í Keflavík eru hafnar. Jarðvinna er hafin á svæðinu og undirbúningur þess að flytja húsin Hafnargötu 22 og 24 á nýjar lóðir en húsin verða svo endurbyggð samkvæmt núverandi útlitsteikningum á Kirkjuveg 8 og Klapparstíg 11 í Keflavík.

Svona er miðbæjarkjarninn séður úr lofti.

Á Hafnargötu 22-24 mun myndast glæsilegur miðbæjarkjarni með 24 íbúðum og verslun/veitingarstaði á fyrstu hæð með porti þar sem gæti myndast skemmtileg stemning þegar vel viðrar úti, svo vitnað sé í síðu framkvæmdaaðilans, Reykjanes Investment.

Gula húsið stendur þar sem núna er Hafnargata 22.

Einnig verða stæði í bílastæðahúsi. Drónamyndirnar voru teknar yfir framkvæmdasvæðið í síðustu viku. Þá eru einnig hér sýndar útlitsteikningar af þeim mannvirkjum sem munu rísa á svæðinu.

Heimild: Vf.is