
Í dag gær undirritaður samningur Nýs Landspítala ohf. við Þ.G Verk vegna innanhússfrágangs á tveimur efstu hæðum, fimmtu og sjöttu hæðar, meðferðarkjarna sem rýma legudeildir spítalans.
Um er að ræða hönnun og framkvæmdir upp á 14.000 fermetra og munu framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Verklok eru áætluð haustið 2027.
Samninginn undirrituðu Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, og Þorvaldur Gissurarson, framkvæmdastjóri ÞG Verk. Auk þeirra vottuðu samninginn Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, og Ásdís Malmquist Ingþórsdóttir verkefnastjóri hjá NLSH.
Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf.: „Hér er enn einum áfanganum náð í uppbyggingu á meðferðarkjarnanum. ÞG-verk hefur lokið uppsteypu á bílakjallaranum undir Sóleyjartorgi og er nú að vinna við uppsteypu og ytri frágang á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands hér á starfssvæði NLSH.
Samstarfið við ÞG-verk hefur verið gott og á ég ekki von á öðru en að það haldi áfram í þessu verki í meðferðarkjarnanum, verkið vinnist með sama krafti og áður. Það styttist einnig í útboð á neðri hæðum meðferðarkjarnans og er því allt á fullri ferð hér á spítalasvæðinu við Hringbraut“.
Þorvaldur Gissurarson ÞG Verk: „Innanhússfrágangur 5. og 6. hæðar meðferðarkjarna er umfangsmikið og krefjandi verkefni en um leið spennandi og skemmtileg áskorun. Það er ánægjulegt að undirrita nú samning og hefjast handa, við hjá ÞG verktökum erum full tilhlökkunar að takast á við verkefnið”.
Heimild: NLSH.is