Home Fréttir Í fréttum Útilokar smærri húsbyggjendur

Útilokar smærri húsbyggjendur

40
0
Byggt í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunn­ar Ingi Bjarna­son, sem rek­ur bygg­inga­fyr­ir­tækið Gunn­ar Bjarna­son ehf., seg­ir hátt lóðaverð úti­loka smærri verk­taka frá því að byggja í borg­inni.

„Þetta er póli­tík. Það kem­ur sér vel fyr­ir borg­ina að geta selt þétt­ing­ar­reiti á upp­sprengdu verði og um leið bent á hversu marg­ar íbúðir munu rísa á þess­um reit­um. Lóðar­verðið ger­ir það hins veg­ar að verk­um að það er af­skap­lega erfitt fyr­ir venju­lega bygg­ing­ar­verk­taka að byggja á þess­um reit­um. Verk­efn­in eru svo stór.

Borg­in er ekki að bjóða upp á nein­ar lóðir und­ir 20 íbúða blokk­ir í út­hverf­um, eða eitt­hvað sem væri þægi­legra fyr­ir hinn al­menna bygg­ing­ar­verk­taka. Það fer líka dá­lítið í taug­arn­ar á okk­ur sem höf­um verið lengi í þess­um bransa að þegar svona reit­ir koma á markað er hóað sam­an fjár­fest­um sem geta keypt lóðir fyr­ir nokkra millj­arða og keyrt svo allt í gang. Byggja og svo eru fé­lög­in gerð upp og all­ir horfn­ir. En fyr­ir borg­ina er þetta tekju­lind,“ seg­ir Gunn­ar Ingi.

Verður þeim um megn
Hann seg­ir aðspurður að markaður­inn sé því að kalla eft­ir því að bygg­ing­ar­fé­lög séu stór og öfl­ug. Fyr­ir vikið eigi smærri aðilar litla mögu­leika á að kaupa dýr­ari reiti.

Ítar­lega er rætt við Gunn­ar Inga um íbúðamarkaðinn í ViðskiptaMogg­an­um í gær.

Heimild: Mbl.is