Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Breyta hluta Vatnsstígs í göngugötu

Breyta hluta Vatnsstígs í göngugötu

20
0
Vatnsstígur á milli Laugavegs og Hverfisgötu verður göngugata að framkvæmdum loknum. Teikning/Reykjavíkurborg

Fram­kvæmd­ir eru hafn­ar á Vatns­stíg á milli Lauga­veg­ar og Hverf­is­götu í miðbæn­um í Reykja­vík. Veit­ur og Reykja­vík­ur­borg vinna þar að því að end­ur­nýja innviði og um­hverfi, en klára á vinn­una í lok sum­ars. Eft­ir breyt­ing­arn­ar verður þessi hluti göt­unn­ar göngu­gata.

Í til­kynn­ingu frá borg­inni seg­ir að farið verði í jarðvegs­skipt­ingu og nýtt yf­ir­borð lagt á með hellu­lögn­um og gróðurbeðum. Á sama tíma munu Veit­ur leggja nýj­ar lagn­ir í frá­veitu, hita­veitu, vatns­veitu og raf­veitu.

Und­an­farið hef­ur mik­il upp­bygg­ing átt sér stað aust­an meg­in við göt­una, á svo­kölluðum Vatns­stígs­reit, en það er hluti af mik­illi upp­bygg­ingu á þrem­ur reit­um milli Lauga­vegs og Hverf­is­götu á síðustu tíu árum: Hljómalind­ar­reit, Brynjureit og Vatns­stígs­reit.

Við hönn­un svæðis­ins var gert ráð fyr­ir torgi inn á Vatns­stígs­reit­inn. Teikn­ing/​Reykja­vík­ur­borg

Við upp­bygg­ingu Vatns­stígs­reits­ins var ákveðið að gera lítið torgsvæði inn­an lóðar­inn­ar sem opn­ast út á Vatns­stíg­inn.

Þá verður lýs­ing á svæðinu einnig upp­færð með lægri ljósastaur­um en nú eru í takt við önn­ur svæði í miðborg­inni. Gert er ráð fyr­ir aukn­um gróðri við göt­una og blágræn­um of­an­vatns­lausn­um, en með því á að veita of­an­vatni í jarðveg­inn t.d. með að hafa ekki allt yf­ir­borð hellu­lagt held­ur bæta við beðum sem vatni er beint í.

Á verktím­an­um verður lokað fyr­ir bílaum­ferð en aðgengi gang­andi og hjólandi veg­far­enda verður tryggt all­an tím­ann, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni, en eft­ir fram­kvæmd­ir verður gat­an svo al­farið göngu­gata.

Heimild: Mbl.is