Home Fréttir Í fréttum Bæta þjóðveg á Langanesi

Bæta þjóðveg á Langanesi

29
0
Meginmarkmiðið með framkvæmdinni er að bæta umferðaröryggi og samgöngur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. mbl.is/mbl.is

Fimm til­boð bár­ust í end­ur­bygg­ingu Norðaust­ur­veg­ar á um 7,6 kíló­metra (km) kafla, frá Langa­nes­vegi að Vatna­dal á Brekkna­heiði.

Meg­in­mark­miðið með fram­kvæmd­inni er að bæta um­ferðarör­yggi og sam­göng­ur milli Þórs­hafn­ar og Bakka­fjarðar en nú­ver­andi veg­ur er lang­ur og mjór mal­ar­veg­ur, víða með brött­um veg­flá­um. Þetta verður því um­tals­verð vega­bót fyr­ir íbúa svæðis­ins sem og ferðamenn.

Til­boð voru opnuð hjá Vega­gerðinni þriðju­dag­inn 4. mars sl. VBF Mjöln­ir ehf., Sel­fossi, reynd­ist eiga lægsta til­boðið, krón­ur 778.262.100. Var það 84% af kostnaðaráætl­un, sem var tæp­ar 922 millj­ón­ir.

Skúta­berg ehf., Ak­ur­eyri, bauð krón­ur 862.305.200, Grafa og grjót ehf., Hafnar­f­irði, krón­ur 868.185.584, Þ.S. Verk­tak­ar ehf., Eg­ils­stöðum, krón­ur 1.044.744.744 og Héraðsverk ehf., Eg­ils­stöðum, krón­ur 1.189.094.847.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is