Home Fréttir Í fréttum Draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Grafarvogi

Draga úr fyrirhugaðri uppbyggingu í Grafarvogi

14
0
Við Sóleyjatún. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Til­laga sem skoðar frek­ari upp­bygg­ing­ar­mögu­leika í Grafar­vogi hef­ur tekið breyt­ing­um frá því að hún var síðast kynnt og hef­ur fjöldi nýrra íbúða minnkað úr 476 í 340.

Af 340 íbúðum eru 43% ætlaðar óhagnaðardrifn­um fé­lög­um. Þá er ætl­un­in að upp­bygg­ing­in inni­haldi fjöl­breytt­ar íbúðateg­und­ir – ein­býli, par­hús, raðhús, og fjöl­býli að því er seg­ir í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Drög að til­lögu að aðal­skipu­lags­breyt­ingu um fjölg­un íbúða í grón­um hverf­um – sem skoðar frek­ari upp­bygg­ing­ar­mögu­leika í Grafar­vogi – voru kynnt í um­hverf­is og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar í morg­un.

Aðeins hluti af reit­un­um eru háðir breyt­ingu á aðal­skipu­lagi, aðrir eru þegar skipu­lagðir sem íbúðarbyggð.

Til­lög­ur íbúa
Alls 867 at­huga­semd­ir bár­ust í skipu­lags­gátt, þar af 848 frá íbú­um.

Voru at­huga­semd­irn­ar flokkaðar í þemu eft­ir helstu áhersl­um og svæðum en flest­ar sneru þær að Vík­ur­hverfi og Sól­eyj­arima.

Um er að ræða drög að til­lög­um að breyt­ing­um á aðal­skipu­lagi. Til­lög­urn­ar fara svo í form­legt at­huga­semda- og um­sagn­ar­ferli á ný í skipu­lags­gátt­inni, áður en lög­form­leg aðal­skipu­lags­breyt­ing verður end­an­lega mótuð.

Helstu breyt­ing­ar
Helstu breyt­ing­ar í Staðahverfi eru að tekn­ar hafa verið úr til­lög­unni tvær ein­býl­is­húsalóðir við Garðsstaði, en jarðvegs­grein­ing sýndi þar mikið dýpi niður á fast.

Í Vík­ur­hverfi hafa 29 íbúðir af 48 við Hamra­vík og Breiðavík verið tekn­ar úr til­lög­unni eft­ir frek­ari um­hverf­is­grein­ingu, þar sem skoðaður var jarðveg­ur, gróður, land­halli og út­sýni. Reit­ur á Vík­ur­skóla­lóð fyr­ir 12 íbúðir var tek­inn út til að skerða ekki framtíðar­upp­bygg­ingu lóðar, er teng­ist leik­skóla og skóla.

Við Hamra­vík. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Í Borg­ar­hverfi var ein ein­býl­is­húsalóð tek­in út við Trölla­borg­ir, eft­ir jarðvegs­grein­ingu sem sýndi mikið dýpi niður á fast.

Í Rima­hverfi við Sól­eyj­arrima var bygg­ing­ar­magn minnkað frá sam­keppn­istil­lögu. Íbúðirn­ar verða alls 52, í stað 80. Þá veður öll byggð á tveim­ur hæðum, í stað tveggja til þriggja hæða í sam­keppn­istil­lögu.

Stórt grænt svæði verður á suðvest­ur­hluta lóðar­inn­ar, sem verður styrkt fyr­ir úti­vist. Unnið verður með blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir og líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika, sem og meðfram lóðarmörk­um við Rima­skóla­lóð þar sem skemmti­legt grænt svæði verður þróað beggja vegna göngu­stígs.

Bíla­stæðahús er fjar­lægt og eru bíla­stæði því leyst inn­an lóðar í litl­um meng­um, og gert ráð fyr­ir einu bíla­stæði á íbúð.

Við Rima­flöt. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Íbúðabyggð við Lang­arima minnk­ar úr 30 íbúðum í 20, eft­ir þróun með til­liti til veg­helg­un­ar, hljóðmæl­inga og annarra um­hverf­isþátta. Íbúðabyggð fyr­ir tvö lít­il fjöl­býli með 16 íbúðum við enda Rima­flat­ar var tek­in út eft­ir nán­ari þróun.

Eft­ir frek­ari þróun með til­liti til veg­helg­un­ar við Halls­veg og hljóðmæl­inga hef­ur íbúðabyggð við Gagn­veg í húsa­hverfi verið minnkuð úr 68 íbúðum í 48.

Önnur tveggja lóða við Völ­und­ar­hús – með átta íbúðum, ein­býli og tví­býl­is­hús­um – var tek­in út eft­ir um­hverf­is­mat og at­huga­semd­ir. Þá fækkaði um eitt par­hús á hinni lóðinni við Völ­und­ar­hús og eru þar nú þrjú par­hús með sex íbúðum í stað fjög­urra par­húsa með átta íbúðum.

Við Lok­in­hamra í Hamra­hverfi var íbúðum fækkað úr 14 í 8, og bygg­ing lækkuð úr þrem­ur hæðum í tvær hæðir. Íbúðaupp­bygg­ing mun hafa áhrif á sleðabrekku á lóðinni og er því lagt til að færa sleðabrekk­una á ör­ugg­ara svæði þar sem nú­ver­andi brekka ligg­ur næst Gull­in­brú sem er um­ferðaþung gata.

Þannig er horft til þró­un­ar nýrr­ar sleðabrekku fyr­ir neðan Salt­hamra 17, þar sem hægt er að nýta stíg­inn sem teng­ir Hamra­hverfið við Gufu­nes­bæ sem teng­ingu við brekk­una.

Við Lok­in­hamra. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Lóð við Fanna­fold í Folda­hverfi – fyr­ir sex íbúðir – var tek­in út vegna þess að hún þótti ákjós­an­leg fyr­ir framtíðarleiksvæði. Við Vest­ur­fold var einnig tek­in út ein ein­býl­is­húsalóð vegna mik­ils gró­ins gróðurs á reit sem mik­il­vægt þótti að halda í.

Kynn­ing­ar­fund­ur 20. mars
Næstu skref eru að þróa til­lög­ur áfram á deili­skipu­lags­stigi. Stefnt er að aug­lýs­ingu þeirra í vor. Sam­hliða verða græn svæði tengd upp­bygg­ing­ar­lóðunum þróuð áfram.

Fólk er hvatt til að kynna sér málið bet­ur og koma með ábend­ing­ar, en til­lag­an að aðal­skipu­lags­breyt­ing­unni verður nú sett inn á skipu­lags­gatt.is. Hægt verður að setja inn at­huga­semd­ir til og með 10. apríl.

Við Mosa­flöt. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Fimmtu­dag­inn 20. mars klukk­an 17 verður kynn­ing­ar­fund­ur hald­inn á Borg­um í Grafar­vogi, til að kynna ein­staka til­lög­ur að íbúðaupp­bygg­ingu sem verið er að vinna með áfram. Þar gefst íbú­um tæki­færi til að kynna sér málið nán­ar.

Búið er að setja upp al­menna upp­lýs­ingasíðu á vef Reykja­vík­ur og líka sér­stak­an korta­vef þar sem hægt er að skoða svæðin sem um ræðir og ít­ar­efni í formi pdf-skjala sem sýn­ir drög að til­lög­um að upp­bygg­ingu á hverj­um stað.

Heimild: Mbl.is