Home Fréttir Í fréttum Leggst gegn efn­is­töku Heid­el­berg í sjó við Land­eyja­sand

Leggst gegn efn­is­töku Heid­el­berg í sjó við Land­eyja­sand

34
0
Efnistakan átti að fara fram skammt frá Landeyjahöfn. RÚV / Sighvatur Jónsson

Skipulagsstofnun leggst gegn leyfi fyrir efnistöku í sjó úti fyrir Landeyja- og Eyjafjallasandi.

Heidelberg Materials, hugðist taka allt að 2 millj. m3 á ári í 30 ár af 100km2 hafsvæði. Engin fordæmi eru fyrir viðlíka efnistöku í sjó hér við land. Skipulagsstofnun telur mikla óvissu um umhverfisáhrifin.

Þyngst vegi áhrifin á lífríki sjávar en efnistökusvæðið sé á mikilvægu hrygningar- og uppeldissvæði margra fiskistofna og að óvissan snúi að mjög mikilvægum þjóðhagslegum hagsmunum.

Mölunarverksmiðja sem átti að reisa í Þorlákshöfn átti að vinna efnið en henni var hafnað í íbúakosningu. Heidelberg hefur nú kynnt málið í Norðurþingi.

Heimild: Ruv.is