Home Fréttir Í fréttum Frumskógar buðu lægst í byggingu tæknirýmis

Frumskógar buðu lægst í byggingu tæknirýmis

36
0
Afstöðumynd af væntanlegum gervigrasvelli. Núverandi vallarhús er fyrir miðri mynd og Grýluvöllur neðst til hægri.

Fjögur tilboð bárust í smíði tæknirýmis við nýjan gervigrasvöll sem tekinn verður í notkun í Hveragerði í sumar. Frumskógar ehf í Hveragerði áttu lægsta tilboðið.

Tilboð Frumskóga hljóðaði upp á 15,6 milljónir króna, sem er 70,1% af kostnaðaráætlun verksins. Áætlaður kostnaður Hveragerðisbæjar við verkið var 22,3 milljónir króna.

Þrjú önnur tilboð bárust í verkið: BB verk bauð 26,5 milljónir króna, KB smíði 29,4 milljónir og GH smíði 36,1 milljón króna.

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að taka tilboði Frumskóga en verkinu á að vera lokið þann 1. maí næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is