Home Fréttir Í fréttum Verktakar taka mikla áhættu

Verktakar taka mikla áhættu

58
0
Einar Páll Kjærnested, sölustjóri hjá Byggingafélaginu Bakka, segir að fasteignir séu besta fjárfestingin. mbl.is/Hákon

Ein­ar Páll Kjærnested, sölu­stjóri hjá Bygg­inga­fé­lag­inu Bakka ehf., sem er að reisa sex­tíu íbúðir sem sniðnar eru að hlut­deild­ar­lána­kerf­inu, í sam­starfi við HMS og Mos­fells­bæ, seg­ir það skjóta skökku við að lokað sé fyr­ir um­sókn­ir í kerf­inu. Staðan set­ur kaup á þó nokkr­um íbúðum í upp­nám.

„Við fór­um af stað með sex­tíu íbúðir sem upp­fylla öll skil­yrði fyr­ir hlut­deild­ar­lán­um. Fyrstu fimmtán fóru á sölu í byrj­un fe­brú­ar og það var mik­ill áhugi, sér­stak­lega hjá yngra og efnam­inna fólki. Íbúðirn­ar seld­ust all­ar í fyrstu vik­unni. Stór hluti var frá aðilum sem vildu kaupa með hlut­deild­ar­láni en það sorg­lega er að lokað hef­ur verið fyr­ir um­sókn­ir síðan í des­em­ber 2024. Ef ekki verður opnað fyr­ir þær fljót­lega fell­ur þetta verk­efni um sjálft sig. Það er ekki hægt að standa í að byggja svona hlut­deild­ar­lán­a­í­búðir ef ekki er hægt að fá þessi hlut­deild­ar­lán,“ seg­ir Ein­ar.

Íbúðirn­ar eru í Helga­fells­hverf­inu í Mos­fells­bæ. Fyrstu íbúðirn­ar verða til­bún­ar til af­hend­ing­ar full­bún­ar með glugga­tjöld­um og heim­ilis­tækj­um í lok maí næst­kom­andi.

Ein­ar seg­ir að hefðbund­inn fyr­ir­vari um fjár­mögn­un í fast­eignaviðskipt­um sé 30 dag­ar. „Við mun­um gefa viðbótar­frest í ljósi aðstæðna, í þeirri von að fjár­heim­ild fyr­ir lán­un­um verði veitt fljót­lega.“

Ein­ar seg­ir að verk­tak­ar séu að taka áhættu með svona upp­bygg­ingu. Þeir byggi fyr­ir eigið fé og láns­fé. Því sé ekki gott þegar ferlið bregst, en verk­tak­ar eins og Bygg­inga­fé­lagið Bakki eru að sögn Ein­ars mjög já­kvæðir fyr­ir þátt­töku í verk­efn­um sem þessu sem er hluti af ramma­samn­ingi rík­is og sveit­ar­fé­laga um aukið fram­boð á hag­kvæmu hús­næði á viðráðan­legu verði fyr­ir ungt og efnam­inna fólk.

Hann seg­ir að fyr­ir­sjá­an­leiki skipti máli enda taki það 18-24 mánuði að byggja. Erfitt sé þegar ekki sé vitað hvort fjár­magn til íbúðar­kaupa verði í boði í lok bygg­ing­ar­tíma. Yf­ir­völd þurfi að horfa 2-3 ár fram í tím­ann þegar ákveðið sé að bjóða hlut­deild­ar­lán. „Þetta geng­ur ekki nógu vel þegar ríkið dreg­ur lapp­irn­ar. Það þýðir ekki að vera bara með lán í boði í 12 mánuði og svo klár­ast pen­ing­arn­ir áður en íbúðirn­ar koma á markað.“

Bakki hyggst setja fimmtán íbúðir til viðbót­ar í sölu á næstu vik­um. „Við vilj­um fá sem flesta hlut­deild­ar­lána­kaup­end­ur. Við vilj­um miklu frek­ar að íbúðirn­ar fari til þeirra en ein­hverra fjár­festa úti í bæ. Ungt fólk kaup­ir líka án hlut­deild­ar­lána, en það er erfitt að kom­ast inn á markaðinn. Seðlabank­inn og viðskipta­bank­arn­ir hafa þrengt að fólki með því að draga úr fram­boði á löng­um verðtryggðum lán­um.“

Á erfitt með að skilja and­stöðuna

Ein­ar á erfitt með að skilja and­stöðuna við slík lán, enda henti þau sér­stak­lega ungu fólki og efnam­inna vegna lægri greiðslu­byrði en af óverðtryggðum lán­um. „Það skýt­ur til dæm­is skökku við að óhagnaðardrifna leigu­fé­lagið Bjarg fjár­magn­ar sig á 50 ára verðtryggðum lán­um. Því bjóðast sem sagt mun hag­stæðari kjör en neyt­end­um. Þarna er óbeint verið að ýta fólki inn á leigu­markað, þegar menn ættu að gera allt sem þeir geta til að fólk geti eign­ast sína eig­in íbúð. Leigu­markaðskann­an­ir sýna að 90% fólks sem er á leigu­markaði vilja ekki vera þar. Það er þar af neyðinni einni sam­an. Lyk­ill­inn er að veita löng verðtryggð lán svo að fólk kom­ist yfir erfiðasta hjall­ann.“

Ein­ar seg­ir margsannað að fast­eign­ir séu lang­besta fjár­fest­ing hvers ein­stak­lings. Þar skap­ist verðmæt­in til lengri tíma. Því sé mik­il­vægt að gera allt sem hægt er svo að fólk kom­ist inn á markaðinn.

Ein­ar seg­ir að kröf­ur Seðlabank­ans um að fólk verði að stand­ast greiðslu­mat miðað við 25 ára verðtryggð lán séu sér­stak­lega ósann­gjarn­ar gagn­vart tekju­lægra fólki – þrátt fyr­ir að fólki bjóðist lengri verðtryggð lán. „Mun­ur­inn er það mik­ill að stór hóp­ur tekju­lægra fólks kemst ekki í gegn­um þetta greiðslu­mat þó að það geti greitt af 40 ára láni, en á sama tíma eru óhagnaðardrifn­um leigu­fé­lög­um boðin 50 ára verðtryggð lán til að byggja leigu­íbúðir fyr­ir þenn­an hóp.“

Um úrræðið:

Hlut­deild­ar­lán­in eru sér­stök hús­næðislán sem eru veitt af hinu op­in­bera til að auðvelda fyrstu kaup­end­um og tekju­lág­um ein­stak­ling­um að eign­ast fast­eign. Þessi lán eru hluti af hús­næðis­stefnu stjórn­valda og eru hönnuð til að brúa bilið á milli eig­in fjár kaup­and­ans og þess sem hann get­ur fengið í hefðbundnu hús­næðisláni.

Upp­bygg­ing á hús­næði sem að fell­ur und­ir hlut­deild­ar­lán fel­ur ekki í sér neina aðkomu sveit­ar­fé­laga hvað varðar að fella niður gatna­gerðar­gjöld, lóðagjöld eða bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins er kveðið á um að stefnt sé að því að hlut­deild­ar­lán verði fest í sessi með skil­virk­ari fram­kvæmd.