
Bjarg íbúðafélag mun byggja 24 leiguíbúðir við Úugötu 10 og 12 í Mosfellsbæ.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ólafur Óskarsson formaður velferðarnefndar Mosfellsbæjar, Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, Finnbogi Hermannsson formaður ASÍ ásamt fulltrúum Bjargs og verktaka tóku fyrstu skóflustunguna í dag, 4.mars 2025.
Íbúðirnar verða tilbúnar á tveimur mismunandi dagsetningum, október 2025 og mars 2026, gangi áætlanir eftir. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er hægt að sækja um á mínum síðum á heimasíðu Bjargs.
Verktaki er Eðalbyggingar og arkitekt er Svava Jóns arkitektúr og ráðgjöf.
Íbúðirnar eru í tveimur húsum sem eru tvær hæðir, auk sameiginlegrar hjóla- og vagna geymslu. Gældýrahald er leyft í hluta íbúðanna.
Sjá nánar um íbúðirnar hér.
Heimild: Bjarg íbúðafélag