Home Fréttir Í fréttum Bjarg byggir 24 nýjar íbúðir við Úugötu í Mosfellsbæ

Bjarg byggir 24 nýjar íbúðir við Úugötu í Mosfellsbæ

45
0
Fyrsta skóflustungan (f.v): Baldur Pálsson og Hjálmar Jónsson hjá Eðalbyggingum, Finnbogi Hermannson formaður ASÍ, Björn Traustason framkvæmdastjóri Bjargs, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ólafur Óskarsson formaður velferðarnefndar Mosfellsbæjar og Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar.

Bjarg íbúðafélag mun byggja 24 leiguíbúðir við Úugötu 10 og 12 í Mosfellsbæ.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ólafur Óskarsson formaður velferðarnefndar Mosfellsbæjar, Sigurbjörg Fjölnisdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, Finnbogi Hermannsson formaður ASÍ ásamt fulltrúum Bjargs og verktaka tóku fyrstu skóflustunguna í dag, 4.mars 2025.

Íbúðirnar verða tilbúnar á tveimur mismunandi dagsetningum, október 2025 og mars 2026, gangi áætlanir eftir. Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er hægt að sækja um á mínum síðum á heimasíðu Bjargs.

Verktaki er Eðalbyggingar og arkitekt er Svava Jóns arkitektúr og ráðgjöf.

Íbúðirnar eru í tveimur húsum sem eru tvær hæðir, auk sameiginlegrar hjóla- og vagna geymslu. Gældýrahald er leyft í hluta íbúðanna.

Sjá nánar um íbúðirnar hér.

Heimild: Bjarg íbúðafélag