Home Fréttir Í fréttum „Ég vona að staðurinn slái í gegn“

„Ég vona að staðurinn slái í gegn“

30
0
Um er að ræða baðlón á tveimur hæðum með fossi sem fólk getur gengið í gegnum. Tölvuteikning/Laugarás Lagoon

Nýr baðstaður, Laug­ar­ás Lagoon, mun opna í Laug­ar­ási við bakka Hvítár í sum­ar. Um er að ræða baðlón á tveim­ur hæðum með fossi sem fólk get­ur gengið í gegn­um. Morg­un­blaðið greindi fyrst frá þess­um áform­um í sept­em­ber 2023 en fram­kvæmd­ir hóf­ust í mars í fyrra.

Í til­kynn­ingu frá Laug­ar­ás Lagoon, seg­ir að baðstaður­inn sé hannaður þannig að hann falli á full­kom­inn hátt inn í lands­lagið og veiti gest­um ein­staka upp­lif­un.

Á staðnum verður úti­vist­ar­svæði með tveim­ur sán­um, kaldri og heitri laug, og útisturt­um. Þá seg­ir að mik­il­væg­ur þátt­ur í töfr­um Laug­ar­ás Lagoon verði veit­ingastaður­inn Ylja sem Gísli Matth­ías Auðuns­son fer fyr­ir.

Á veit­ingastaðnum munu gest­ir njóta mat­reiðslu sem nýt­ir ferskt sjáv­ar­fang, og afurðir frá bænd­um á Suður­landi.

Baðstaður­inn er hannaður þannig að hann fell­ur á full­kom­inn hátt inn í lands­lagið. Tölvu­teikn­ing/​Laug­ar­ás Lagoon

Verklok áætluð í maí

„Það er mik­ill spenn­ing­ur hjá okk­ur fyr­ir opn­un baðlóns­ins og vinna er í full­um gangi að klára fram­kvæmd­irn­ar,“ seg­ir Bryn­dís Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Laug­ar­ás Lagoon, við mbl.is.

Bryn­dís seg­ir að ekki liggi fyr­ir ná­kvæm dag­setn­ing um opn­un baðlóns­ins en áætl­un um lok fram­kvæmda er í lok maí að henn­ar sögn.

Hún seg­ir nákvæm dag­setn­ing opn­un­ar verði til­kynnt með vor­inu.

Góð teng­ing við gullna hring­inn

„Ég vona að staður­inn slái í gegn og við erum með mikl­ar von­ir um að svo verði. Staðsetn­ing­in er frá­bær og er góð teng­ing við gullna hring­inn.

Þetta er rosa­lega fal­leg­ur staður í ein­stakri ná­lægð við nátt­úr­una. Þá er hann í þægi­legri akst­urs­fjar­lægð frá höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir hún.

Heimild: Mbl.is