
Fasteignaþróunarfélagið Spilda hagnaðist um 437 milljónir króna á árinu 2023. Til samanburðar hagnaðist félagið um hálfan milljarð króna árið áður og um 459 milljónir árið 2021.
Félagið stýrir m.a. 700 íbúða verkefni við Eiðsvík í Gufunesi. Eigið fé í árslok nam 1,9 milljörðum króna.

Stjórn félagsins lagði til 400 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa á árinu 2024. Anna Sigríður Arnardóttir er framkvæmdastjóri félagsins og Gísli Reynisson stjórnarformaður. Þau eiga sitt hvorn 25% hlutinn í félaginu. Félagið er í 50% eigu Arctica Eignarhaldsfélags.
Heimild: Vb.is