Home Fréttir Í fréttum Lífeyrissjóðir komi að uppbyggingu innviða

Lífeyrissjóðir komi að uppbyggingu innviða

28
0
Í pistli sínum bendir Konráð á að hvergi í heiminum sé jafn stórt vegakerfi í samhengi við íbúafjölda og hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Á und­an­förn­um árum hef­ur verið há­vær umræða um að auka þurfi fjár­fest­ingu í innviðum hér á landi.

<>

Skýrsl­ur Fé­lags ráðgjaf­ar­verk­fræðinga og Sam­taka iðnaðar­ins varpa ljósi á að víða hef­ur hvorki upp­bygg­ingu né viðhaldi verið sinnt sem skyldi. Í þeirri nýj­ustu slag­ar innviðaskuld­in upp í 700 millj­arða króna. Kon­ráð Guðjóns­son hag­fræðing­ur ritaði pist­il á vefsíðu sína á dög­un­um.

Í pistl­in­um velt­ir Kon­ráð því upp hvort það gleym­ist í umræðunni um upp­bygg­ingu innviða hversu fá við Íslend­ing­ar erum. Hann seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að setja þurfi fram raun­hæf­ar vænt­ing­ar.

Spurður hvaða vænt­ing­ar hann telji raun­hæf­ar seg­ir Kon­ráð að það fari sjálfsagt eft­ir hver sé spurður. Við mat á hvað sé raun­hæft seg­ir Kon­ráð að horfa verði til þess að Ísland er fá­mennt og strjál­býlt land.

„Það sem virðist hafa gerst er að kröf­urn­ar til sam­gangna eru meiri en hafa verið áður og í því sam­hengi má segja að ágætt sé að stíga til baka og líta á hvað hef­ur verið gert í þess­um efn­um,“ seg­ir Kon­ráð og bæt­ir við að gera hefði mátt meira síðustu ár.

„Það er klár­lega hægt að gera meira, staða rík­is­sjóðs og áætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar gefa þó ekki svig­rúm til þess nema eitt­hvað breyt­ist,“ seg­ir Kon­ráð.

Sam­an­b­urður við Fær­eyj­ar ósann­gjarn

Spurður hvort hann hafi lagt tölu­legt mat á hversu mik­il van­fjár­fest­ing­in í innviðum hér á landi sé seg­ir Kon­ráð að það geti verið erfitt að átta sig á því.

„Ná­kvæmt tölu­legt mat er svo­lítið erfiður sam­kvæm­is­leik­ur en það er nokkuð aug­ljóst að á ár­un­um 2009-2017 var ekki nógu mikið gert.

„Síðan þá hef­ur verið ágæt­is gang­ur en við erum enn að vinna upp van­fjár­fest­ing­una. Það þarf alltaf að hafa í huga hvar sé hag­kvæmt að byggja upp. Við vilj­um hafa ástandið eins og er í Þýskalandi eða öðrum stór­um ríkj­um en það eru alltaf tak­mark­an­ir og það þarf að huga að for­gangs­röðun,“ seg­ir Kon­ráð.

Kon­ráð seg­ir að slíkt hafi verið skoðað og mikið rætt. Hann bæt­ir jafn­framt á að lög um svo­kölluð PPP-verk­efni (sam­starfs­verk­efni op­in­berra aðila og einkaaðila) kalli á end­ur­skoðun.

„Líf­eyr­is­sjóðir fjár­festa í innviðum um all­an heim. Ekki hef­ur enn tek­ist að virkja fjár­magn líf­eyr­is­sjóða til að gera al­vöru­átak í upp­bygg­ingu hag­kvæmra innviða með sam­vinnu­verk­efn­um einkaaðila og op­in­berra aðila, sem er einnig nefnt PPP-verk­efni hér á landi. Það þýðir þó ekki að slíkt sé ómögu­legt og aug­ljóst að end­an­leg­ir eig­end­ur líf­eyr­is­sjóðanna eiga mikið und­ir, þ.e. að innviðir séu góðir í dag sem og í ell­inni,“ seg­ir Kon­ráð.

Í pistli sín­um bend­ir Kon­ráð á að hvergi í heim­in­um sé jafn stórt vega­kerfi í sam­hengi við íbúa­fjölda og hér á landi. Hann seg­ir sér­stak­lega áhuga­vert að bera Ísland sam­an við Fær­eyj­ar og bend­ir á að síðustu ár hafa Íslend­ing­ar dáðst að fram­kvæmdagleði Fær­ey­inga í jarðganga­gerð og með réttu.

„Það er þó e.t.v. ekki al­veg sann­gjarn sam­an­b­urður þegar vega­kerfi hinna litlu Fær­eyja er eðli­lega mun minna enda byggðin tí­falt þétt­ari en á Íslandi. Fær­eyj­ar eru auk þess með svipaðar þjóðar­tekj­ur á mann,“ seg­ir Kon­ráð.

Grein­in birt­ist í Morg­un­blaðinu sem kom út í morg­un.

Heimild: Mbl.is