
Fasteignafélagið Heimar áformar umtalsverða uppbyggingu á lóð sinni við Ofanleiti 2 sem er í næsta nágrenni við svokallaðan Kringlureit.
Umrædd lóð er á horni Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. Á lóðinni stendur húsið Ofanleiti 2, þar sem verkfræðistöfan Verkís er til húsa. Það er fimm hæðir.
Á lóðinni á móti, Ofanleiti 1, stendur hús Verslunarskóla Íslands.
Það eru SEN&SON arkitektar Íslandi ásamt Hille Melbye arkitektum í Noregi sem sent hafa fyrirspurn til Reykjavíkurborgar vegna fyrirætlana lóðarhafans Heima. Verkefnastjóra skipulagsfulltrúa var á fundi 6. febrúar falið að gefa umsögn um erindið.
Samkvæmt fyrirspurninni á að byggja 200-230 íbúðir á reitnum. Nýtt byggingamagn ofanjarðar verði 21.300 fermetrar og nýtt byggingamagn neðanjarðar (bílakjallari) 10.000 fermetrar. Núverandi atvinnuhúsnði er 8.012 fermetrar. Heildarbyggingamagn á lóð yrði því 29.314 fermetrar. Samkvæmt deiliskipulagi frá 2013 er leyfilegt að byggja á reitnum allt að níu hæða hús.
Innigarður (útivistarsvæði) verður 2.850 fermetrar, útisvæði á þaki 1.200 fermetrar og sólríkt útivistarsvæði á jörðu 1.550 fermetrar.
Uppbygging á nálægum reit
Fram kemur í fyrirspurn arkitektastofanna til borgarinnar að lóðin Ofanleiti 2 liggi að Kringlureit, þar sem danska arkitektastofan Henning Larsen ásamt THG sé að þróa og vinna nýtt deiliskipulag í samstarfi við Reykjavíkurborg.
Eins og fram hefur komið í fréttum stendur fyrir dyrum mikil uppbygging íbúaðarhúsa á reitnum og niðurrif bygginga, m.a. Morgunblaðshússins. Á þessum reit er ráðgert að byggja allt að 420 íbúðir.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is