Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja fjölda íbúða við Ofanleiti

Vilja byggja fjölda íbúða við Ofanleiti

30
0
Lóðin er á horni Listabrautar og Kringlumýrarbrautar. Borgarleikhúsið er til vinstri á myndinni. Teikning/Hille Melbye Arkitekter/SEN&SON

Fast­eigna­fé­lagið Heim­ar áform­ar um­tals­verða upp­bygg­ingu á lóð sinni við Of­an­leiti 2 sem er í næsta ná­grenni við svo­kallaðan Kringlureit.

<>

Um­rædd lóð er á horni Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Lista­braut­ar. Á lóðinni stend­ur húsið Of­an­leiti 2, þar sem verk­fræðistö­f­an Verkís er til húsa. Það er fimm hæðir.

Á lóðinni á móti, Of­an­leiti 1, stend­ur hús Versl­un­ar­skóla Íslands.

Það eru SEN&SON arki­tekt­ar Íslandi ásamt Hille Mel­bye arki­tekt­um í Nor­egi sem sent hafa fyr­ir­spurn til Reykja­vík­ur­borg­ar vegna fyr­ir­ætl­ana lóðar­haf­ans Heima. Verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa var á fundi 6. fe­brú­ar falið að gefa um­sögn um er­indið.

Sam­kvæmt fyr­ir­spurn­inni á að byggja 200-230 íbúðir á reitn­um. Nýtt bygg­inga­magn of­anj­arðar verði 21.300 fer­metr­ar og nýtt bygg­inga­magn neðanj­arðar (bíla­kjall­ari) 10.000 fer­metr­ar. Nú­ver­andi at­vinnu­húsnði er 8.012 fer­metr­ar. Heild­ar­bygg­inga­magn á lóð yrði því 29.314 fer­metr­ar. Sam­kvæmt deili­skipu­lagi frá 2013 er leyfi­legt að byggja á reitn­um allt að níu hæða hús.

Innig­arður (úti­vist­ar­svæði) verður 2.850 fer­metr­ar, úti­svæði á þaki 1.200 fer­metr­ar og sól­ríkt úti­vist­ar­svæði á jörðu 1.550 fer­metr­ar.

Upp­bygg­ing á ná­læg­um reit

Fram kem­ur í fyr­ir­spurn arki­tekta­stof­anna til borg­ar­inn­ar að lóðin Of­an­leiti 2 liggi að Kringlureit, þar sem danska arki­tekta­stof­an Henn­ing Lar­sen ásamt THG sé að þróa og vinna nýtt deili­skipu­lag í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg.

Eins og fram hef­ur komið í frétt­um stend­ur fyr­ir dyr­um mik­il upp­bygg­ing íbúaðar­húsa á reitn­um og niðurrif bygg­inga, m.a. Morg­un­blaðshúss­ins. Á þess­um reit er ráðgert að byggja allt að 420 íbúðir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is