Home Fréttir Í fréttum Fjórir létust þegar brú hrundi

Fjórir létust þegar brú hrundi

23
0
Björgunaraðilar á vettvangi. AFP

Í það minnsta fjór­ir lét­ust og sjö eru al­var­lega slasaðir eft­ir að brú hrundi á hraðbraut í Suður-Kór­eu.

<>

At­vikið átti sér stað í An­seong, sem eru 65 kíló­metra suður af höfuðborg­inni Seúl. Eins manns er saknað og stend­ur leit yfir að hon­um.

Suður-kór­eska frétta­stof­an Yon­hap seg­ir að 50 metra lang­ir stál­bit­ar, sem áttu að halda brúnni uppi, hafi hrunið einn af öðrum. Þeir sem lét­ust voru all­ir að vinna und­ir brúnni.

Meira en 8.000 vinnu­tengd dauðsföll áttu sér stað í Suður-Kór­eu frá 2020 til 2023, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá vinnu­málaráðuneyti Seúl.

Heimild: Mbl.is