Home Fréttir Í fréttum Byggja sjötíu íbúðir fyrir námsmenn

Byggja sjötíu íbúðir fyrir námsmenn

16
0
Arnarbakki 2-4. Gamalt verslunarhúsnæði verður rifið til að rýma fyrir tveimur fjölbýlishúsum fyrir námsmenn. Teikning/Gríma arkitektar/Tendra arkitektúr

Böðvar Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Bygg­inga­fé­lags náms­manna (BN), seg­ir áformað að hefja jarðvinnu við ný fjöl­býl­is­hús fé­lags­ins í Arn­ar­bakka í Breiðholti í vor. Niðurrif eldri mann­virkja sé þegar hafið.

<>

Fé­lagið bygg­ir 70 íbúðir í tveim­ur fjöl­býl­is­hús­um í Arn­ar­bakk­an­um en jafn­framt verður leik­skóli á jarðhæð ann­ars húss­ins.

Al­verk bygg­ir hús­in, sem eru teiknuð af Grímu arki­tekt­um og Tendra arki­tekt­úr. Þá sér verk­fræðistof­an Dynja um bygg­ing­ar­stjórn og eft­ir­lit með fram­kvæmd­um.

Margra ára und­ir­bún­ing­ur

Böðvar seg­ir und­ir­bún­ing verk­efn­is­ins hafa staðið í tæp fimm ár. Að jafnaði liggi fyr­ir 200-300 um­sókn­ir eft­ir íbúðum hjá fé­lag­inu og muni fram­kvæmd­in hjálpa til við að vinna á þeim biðlista. Á hon­um séu bæði ein­stak­ling­ar og fjöl­skyld­ur.

Kostnaður við upp­bygg­ing­una er rúm­lega fjór­ir millj­arðar króna og er verk­samn­ing­ur­inn í al­verk­töku.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is