Verkefnastjóra hjá skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg hefur verið falið að skoða og meta ástand á tröppum norðan Seljaskóla í Breiðholti.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu fyrst tillögu í borgarráði fyrir tæpum átta árum, eða í júlí 2017, um að ráðist yrði í viðgerð á tröppunum en án árangurs.
„Er með ólíkindum hvað langan tíma virðist ætla að taka að ganga í þetta einfalda og sjálfsagða viðhaldsmál,“ bókuðu fulltrúar flokksins, þau Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 29. janúar sl.
Heimild: Mbl.is