Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið: Ásland 4, 2. áfangi – Gatnagerð og veitulagnir (fráveitu- og neysluvatnslagnir, ásamt lögnum fyrir hitaveitu, rafveitu og fjarskiptalagnir) ásamt landmótun.
Ásland 4, 2. áfangi er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og afmarkast af Ásfjalli, nýrri íbúðabyggð Áslands 4, 1. áfanga í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og íbúðabyggð í Skarðshlíð í vestri.
Helstu stærðir og mangtölur fyrir hverfið eru eftirfarandi:
- Lengd gatna 900 m
- Lengd stíga 700 m
- Uppúrtekt úr götum og stígum 000 m3
- Losun á klöpp í götu- og stígastæði 100 m3
- Losun á klöpp í skurðstæði 500 m3
- Styrktarlag 300 m3
- Fyllingar 300 m3
- Malbik 200 m2
- Fráveitulagnir 700 m
- Neysluvatnslagnir 100 m
- Skurðir veitna 450 m
Verkinu er skipt upp í þrjá verkhluta með skiladagsetningum. Verklok eru 1. ágúst 2026
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og aðgengileg á útboðsvef VSB verkfræðistofu (https://vsb.ajoursystem.net/tender).
Tilboð verða opnuð rafrænt mánudaginn 17. mars 2025.