Home Fréttir Í fréttum „Ein stærsta innviðafjárfesting síðustu áratuga“

„Ein stærsta innviðafjárfesting síðustu áratuga“

82
0
Ljósmynd/Bryndís Elsa Guðjónsdóttir

Stefnt er á að ný vatns­veita verði tek­in í notk­un í Bol­ung­ar­vík í næstu viku. Bæj­ar­stjóri seg­ir vatns­veit­una eina stærstu innviðafjár­fest­ingu síðustu ára­tuga í bæj­ar­fé­lag­inu og að hún muni hagn­ast íbú­um sem og fyr­ir­tækj­um.

<>

Í dag var opið hús í vatns­veit­unni þar sem heima­menn gátu virt hana fyr­ir sér.

Hönnuð til þess að taka inn bor­holu­vatn

Jón Páll Hreins­son, bæj­ar­stjóri Bol­ung­ar­vík­ur, seg­ir veit­una vera bylt­ingu. Vand­ræði hafi verið með vatns­gæði í Bol­ung­ar­vík í fortíðinni en Bol­ung­ar­vík not­ar yf­ir­borðsvatn sem þarf að hreinsa.

Þá hafi hreins­istöð bæj­ar­fé­lags­ins verið orðin göm­ul og lent í vand­ræðum með að halda vatn­inu hreinu.

Jón Páll Hreins­son, bæj­ar­stjóri Bol­ung­ar­vík­ur, hér til hægri, seg­ir að vatns­veit­an muni skapa mikið rekstr­arör­yggi fyr­ir mat­væla­fyr­ir­tæki bæj­ar­fé­lags­ins. Ljós­mynd/​Bryn­dís Elsa Guðjóns­dótt­ir

Með nýju vatns­veit­unni mun hins veg­ar fylgja ný hreins­istöð sem hreins­ar, síar og geisl­ar yf­ir­borðsvatn en er líka hönnuð til þess að taka inn bor­holu­vatn.

„Við höf­um verið að bora eft­ir neyslu­vatni síðustu ár og mun­um tengja síðustu hol­urn­ar inn á þessa hreins­istöð í sum­ar og þá eru vænt­ing­ar til þess að megnið af vatn­inu í Bol­ung­ar­vík komi þá úr bor­hol­um,“ seg­ir Jón Páll í sam­tali við mbl.is.

Ljós­mynd/​Bryn­dís Elsa Guðjóns­dótt­ir

Skap­ar mikið rekstr­arör­yggi

Einnig er stór hluti af vatns­veit­unni gríðarlega stór forðatank­ur þar sem verður hægt að geyma mörg þúsund tonn af vatni.

„Þannig í upp­hafi dags erum við með sól­ar­hring af vatni.“

Ljós­mynd/​Bryn­dís Elsa Guðjóns­dótt­ir

Seg­ir Jón Páll að þannig skap­ist einnig mikið rekstr­arör­yggi fyr­ir mat­væla­fyr­ir­tæk­in í bæj­ar­fé­lag­inu en í Bol­ung­ar­vík er mjólk­ur­fram­leiðsla, laxvinnsla og fisk­vinnsla.

„Þetta eru allt fyr­ir­tæki sem reiða sig á hreint og ör­uggt vatn þannig þetta er gríðarlega stór fjár­fest­ing. Þetta er ein stærsta innviðafjár­fest­ing síðustu ára­tuga í Bol­ung­ar­vík. Við erum að setja mjög mikið af okk­ar fjár­mun­um í þessa vatns­veitu til þess að tryggja þetta,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn.

„Það er ein­hverra hluta vegna erfitt að vera spennt­ur fyr­ir vatni en við erum það í dag,“ bæt­ir hann við að lok­um.

Eng­in vafi er á að vatns­veit­an muni einnig hagn­ast dýr­um. Ljós­mynd/​Bryn­dís Elsa Guðjóns­dótt­ir

Heimild: Mbl.is