Home Fréttir Í fréttum Mýrin í kringum Miðgarð sígur

Mýrin í kringum Miðgarð sígur

58
0
Malbik hefur brotnað og hellulögn er úr lagi gengin þar sem mýrin í kringum húsið hefur sigið um allt að 60 sentimetra.

Land síg­ur við Miðgarð, fjöl­nota íþrótta­hús Garðabæj­ar í Vetr­ar­mýri. Ástæðan fyr­ir sig­inu er að jarðveg­ur und­ir og á svæðinu í kring­um húsið er mýri og þarna í kring hafa verið fram­kvæmd­ir. Dýpi á fast­an botn er tals­vert breyti­legt eða allt að 12 metr­ar.

<>

Ásta Sigrún Magnús­dótt­ir sam­skipta­stjóri Garðabæj­ar seg­ir húsið vera byggt á staur­um og stagað niður í klapp­ar­botn­inn und­ir hús­inu. Þannig að sig und­ir hús­inu hafi ekki áhrif á burðarþol húss­ins.

„Sigið mæl­ist frá 0-60 cm og er hvað mest þar sem mýr­ar­lagið er þykk­ast sem er ein­mitt nán­ast und­ir miðju hús­inu. Al­mennt er sig í mýr­ar­jarðvegi sem hef­ur fengið á sig viðbótarálag s.s. vegna fyll­inga mest til að byrja með en hæg­ir svo á sér, en bú­ast má við að sig geti haldið áfram í ein­hvern tíma í viðbót.“

Hér sést hvernig teng­ing á niður­falls­röri hef­ur farið í sund­ur vegna land­sigs­ins und­ir hús­inu og í kring­um það.

Hún seg­ir að vel sé fylgst með stöðu jarðvegs­ins í kring­um húsið og gripið sé til ráðstaf­ana eft­ir því sem ástæða er til. T.d. eru áætlaðar fram­kvæmd­ir við bak­hlið húss­ins á vor­mánuðum.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is