Vegagerðin óskar eftir tilboðum í öryggisaðgerðir á um 6,5 km á 15 stöðum á Seyðisfjarðarvegi (93-02 og 93-03) og sjóvörn við Sunnuver á Seyðisfirði
Helstu magntölur öryggisaðgerða á Seyðisfjarðarvegi eru:
– Bergskeringar í vegstæði 790 m3
– Fyllingar og fláafleygar 22.000 m3
– Ræsalögn 93 m
– Endafrágangur ræsa 15 stk.
– Grjóthleðslur 46 m3
– Frágangur fláa 50.000 m2
Helstu magntölur sjóvarnar á Seyðisfirði eru:
– Grafa rás fyrir sjóvörn og jafna fláa 190 m
– Útlögn flokks I 904 m
– Útlögn flokks II 630 m3
– Útlögn kjarna flokkur III 400 m3
Verki við Seyðisfjarðarveg, öryggisaðgerðir, skal að fullu lokið fyrir 20. september 2016 en verki við sjóvörn á Seyðisfirði skal að fullu lokið fyrir 1.desember 2016.
Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 13-15 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeginum 27. júní 2016. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. júlí og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.