Home Fréttir Í fréttum Hringlaga hótel í botni Hvalfjarðar

Hringlaga hótel í botni Hvalfjarðar

42
0
Hótelið, sem er hringlaga byggingin á myndinni, verður skammt frá gamla Botnsskála í Hvalfirði. Fossinn Glymur verður stutt frá hótelinu. Teikning/Architectuurstudio SKA

Er­lend­ir aðilar hafa kynnt áform um upp­bygg­ingu á hót­eli og ferðaþjón­ustu fyr­ir botni Hval­fjarðar. Hyggj­ast þeir leggja áherslu á nátt­úru­ferðamennsku sam­hliða mik­illi skóg­rækt.

<>

Gert er ráð fyr­ir gist­ingu fyr­ir allt að 200 gesti á hót­eli og í minni gesta­hús­um ásamt veit­ing­a­rekstri, nátt­úru­böðum, úti­vist og ann­arri ferðatengdri þjón­ustu.

Þessi ferðaþjón­usta verður að Litla-Botnslandi 1 sem er um 12 hekt­ara óbyggð jörð skammt inn af gamla Botns­skála. Heild­ar­bygg­ing­ar­magn svæðis­ins verður allt að fimm þúsund fer­metr­ar.

Til­laga um breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna þess­ara áforma er nú í kynn­ingu. Í henni kem­ur fram að auk hót­els verði þar reist lít­il gesta­hús, viðburðahús, starfs­manna­hús og gróður­hús. Þar verði einnig veit­ing­a­rekst­ur og nátt­úru­böð.

Tók Ísland fram yfir Panama

„Leit­ast verður við að halda í nú­ver­andi gróðurfar og styrkja birki­skóg­inn með út­plönt­un/​rækt­un. Áætlað er að allri upp­bygg­ingu og frá­gangi svæðis verði lokið á inn­an við tveim­ur árum, eft­ir að fram­kvæmd­ir hefjast þar sem gert er ráð fyr­ir að bygg­ing­ar verði flutt­ar á staðinn og sett­ar þar sam­an.

Bygg­ing­ar verða að jafnaði á einni hæð og að hluta til niðurgrafn­ar til að draga úr hæð mann­virkja og ásýnd­ar áhrif­um,“ seg­ir í til­lög­unni þar sem jafn­framt kem­ur fram að til standi að planta að minnsta kosti tíu trjám fyr­ir hvert fellt tré við fram­kvæmd­irn­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is