Home Fréttir Í fréttum 06.03.2025 Stofnlagnir veitna að Blikastöðum – Korputúni Mosfellsbæ

06.03.2025 Stofnlagnir veitna að Blikastöðum – Korputúni Mosfellsbæ

76
0
Mynd: Mos­fells­bær

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir áhuga­söm­um að­il­um til að taka þátt í út­boði vegna lagn­ing­ar hita- og vatns­veitu inn á svæði Korpu­túns.

<>

Helstu verk­þætt­ir eru:

Um er að ræða ann­ar­s­veg­ar DN150 hita­veitu­lögn með­fram Vest­ur­lands­vegi frá hring­torgi Baugs­hlíð­ar og Skar­hóla­braut­ar, að og und­ir hringtorg við Kor­p­úlfs­staða­veg. Hins­veg­ar er Kalda­vatns­lögn sem þver­ar Vest­ur­landsveg í nú­ver­andi ídrátt­ar­rör­um og fylg­ir svo hita­veitu und­ir Kor­p­úlfs­staða­veg.

Verktaki skal ann­ast alla vinnu, jarð­vinnu, lagna­vinnu og leggja hita­veitu- og vatns­lagn­ir ásamt að koma fyr­ir öll­um bún­aði.

Helstu magn­töl­ur:

  • Gröft­ur 1216 m3
  • Fyll­ing og burð­ar­lög 1812 m3
  • Hita­veitu­lagn­ir 876 m
  • Kalda­vatns­lagn­ir 348 m
  • Gröft­ur fyr­ir veitu­lögn­um 930 m

Verk­inu skal vera lok­ið 31. júní 2025.

Út­boðs­gögn verða ein­göngu af­hent ra­f­rænt. Beiðn­ir um út­boðs­gögn má senda á net­fang­ið mos@mos.is. Út­boðs­gögn verða af­hent frá og með kl. 11:00 þriðju­dag­inn 11. fe­brú­ar 2025.

Til­boð­um skal skilað ra­f­rænt á net­fang­ið mos@mos.is eigi síð­ar en kl. 11:00 fimmtu­dag­inn 6. mars 2025.

Eng­inn form­leg­ur opn­un­ar­fund­ur verð­ur hald­inn en upp­lýs­ing­ar um nið­ur­stöðu opn­un­ar verða birt­ar bjóð­end­um eft­ir að til­boð hafa ver­ið opn­uð.