Home Fréttir Í fréttum Um 90 milljónir í vanskilum

Um 90 milljónir í vanskilum

56
0
Staða Leigufélags aldraðra er alvarleg og ljóst að framkvæmdakostnaður fór verulega fram úr áætlunum. mbl.is/Árni Sæberg

Morg­un­blaðið var með frétt í ViðskiptaMogg­an­um í vik­unni þar sem fjallað var um Leigu­fé­lag aldraðra hses. og sölu eigna þess til Brák­ar íbúðarfé­lags, nán­ar til­tekið eigna að Dal­braut 6 á Akra­nesi og Vatns­holti 1 og 3 í Reykja­vík.

<>

Við sölu eign­anna var gert upp við Ari­on banka og er því upp­gjöri nú lokið. Af­skrifaði bank­inn fram­kvæmdalán að hluta og féll frá áfölln­um vöxt­um og kostnaði.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur ekki allt verið með felldu við rekst­ur leigu­fé­lags­ins og illa að rekstr­in­um staðið í lang­an tíma.

Staða fé­lags­ins er al­var­leg; ljóst er að fram­kvæmda­kostnaður fór veru­lega fram úr áætl­un­um og er fé­lagið í mikl­um fjár­hags­vanda vegna þessa. Alls eru um 90 millj­ón­ir króna enn ógreidd­ar sem verk­tak­ar og aðrir hafa gert kröfu um á leigu­fé­lagið. Sum­ir reikn­ing­arn­ir eru frá því í mars á síðasta ári.

Unnið er að úr­vinnslu máls­ins og eru það end­ur­skoðun­ar­skrif­stof­an KPMG og Foss lög­menn sem fara fyr­ir úr­vinnsl­unni. Unnið er að kröfu­hafa­sam­komu­lagi sem fæli í sér upp­gjör krafna sem rétt­mæt­ar eru og þá frjáls­um nauðasamn­ing­um. Er ljóst að fé­lag­inu verður slitið.

Fund­ur er áætlaður í næstu viku meðal kröfu­hafa. Sam­kvæmt heim­ild­um er talið lík­legt að flest­ir fái því sem næst að fullu greitt, ásamt áfölln­um kostnaði. Hins veg­ar er bent á að við úr­vinnslu máls­ins hafi vaknað grun­semd­ir um að óeðli­lega hafi verið staðið að ýms­um greiðslum fé­lags­ins. Svo virðist sem valið hafi verið hand­virkt hver hafi fengið greitt og hvenær. Sam­kvæmt sömu heim­ild­um tengj­ast þess­ar greiðslur fyrr­ver­andi stjórn­ar­mönn­um fé­lags­ins.

Farið verður yfir rekst­ur fé­lags­ins, greiðslur, upp­gjör krafna og næstu skref með kröfu­höf­um á fund­in­um í næstu viku.

Heimild: Mbl.is