Home Fréttir Í fréttum Borað eftir heitu vatni á Laugarvatni

Borað eftir heitu vatni á Laugarvatni

12
0
Þörf fyrir meira heitt vatn hefur aukist jafnt og þétt í byggðarlaginu m.a. vegna fjölgunar íbúa og stækkunar heilsulindarinnar Fontana. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyr­ir­hugað er að fram­kvæmd­ir hefj­ist á næstu dög­um við bor­un vinnslu­holu eft­ir heitu vatni á Laug­ar­vatni. Auk­in eft­ir­spurn er eft­ir heitu vatni í byggðarlag­inu, bæði vegna fjölg­un­ar íbúa og einnig vegna stækk­un­ar baðstaðar­ins Font­ana á Laug­ar­vatni. Gera menn sér góðar von­ir um að finna megi nægi­legt heitt vatn til að mæta auk­inni þörf not­enda og auka um leið rekstr­arör­yggi Blá­skóga­veitu, hita­veitu Blá­skóga­byggðar.

<>

Gert hef­ur verið ráð fyr­ir að borað verði að há­marki niður á um 400-500 metra dýpi og hol­an verði síðan fóðruð niður á 100-120 metra dýpi. Kristó­fer A. Tóm­as­son, sviðsstjóri fram­kvæmda- og veitu­sviðs Blá­skóga­byggðar, seg­ir menn þó gera sér von­ir um að ekki þurfi að bora svo djúpt en það eigi eft­ir að koma í ljós.

ÍSOR hef­ur unnið að rann­sókn­um á síðustu árum á út­breiðslu jarðhita í kring­um byggðar­kjarn­ann við Laug­ar­vatn og boraðar hafa verið til­rauna­hol­ur við leit að heitu vatni. Varð niðurstaðan sú að álit­leg­ast væri að bora vinnslu­holu inn­an byggðar­kjarn­ans, þétt upp við bíla­plan Mennta­skól­ans á Laug­ar­vatni þar sem mæl­ing­ar benda til að sé mesta hita­upp­streymið. Kristó­fer seg­ir að fyr­ir­huguð bor­un á þess­um stað sé í góðu sam­ráði við hús­ráðend­ur mennta­skól­ans og eigi ekki að vera vand­kvæðum bund­in.

„Það voru boraðar til­rauna­hol­ur á síðasta ári sem gáfu góðan ár­ang­ur og sú sem gaf besta raun er á hlaðinu við mennta­skól­ann. Við erum bjart­sýn á þetta miðað við mæl­ing­ar og ár­ang­ur úr þess­um til­rauna­bor­un­um,“ seg­ir hann.

Nán­ar í fimmtu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is