Home Fréttir Í fréttum Turninn verður felldur

Turninn verður felldur

95
0
Eldur kviknaði í háhýsinu í júní 2017. AFP

Bresk stjórn­völd hafa ákveðið að rífa Gren­fell-turn­inn í Lund­ún­um en sjö ár eru liðin frá því 72 lét­ust þegar eld­ur braust út í fjöl­býl­is­hús­inu, en brun­inn var sá versti í íbúðar­hús­næði í Bretlandi frá tím­um seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

<>

Ang­ela Rayner, hús­næðismálaráðherra Bret­lands og aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra lands­ins, til­kynnti um ákvörðun sína fyr­ir fram­an íbúa sem komust lífs af og ætt­ingja þeirra sem fór­ust.

Turn­inn, sem taldi 24 hæðir, gjör­eyðilagðist í brun­an­um en eld­ur­inn dreifði sér hratt um bygg­ing­una þar sem klæðning húss­ins var tal­in eiga stór­an þátt í því að há­hýsið varð al­elda, en hún var afar eld­fim.

Húsið gjör­eyðilagðist í brun­an­um. AFP

Íbúar og ætt­ingj­ar sár­ir
Sam­tök­in Gren­fell United, sem koma fram fyr­ir hönd fólks sem komst lífs af og ætt­ingja, gagn­rýna ákvörðun stjórn­valda harðlega. Þeir hafi ekki verið hafðir með í ráðum og þetta væri til skamm­ar.

„Það að hunsa radd­ir þeirra sem syrgja, um framtíð gra­freits ást­vina sinna, er smán­ar­legt og óafsak­an­legt.“

Önnur sam­tök sem nefn­ast Gren­fell Next of Kin segja að málið sé eðli­lega mjög viðkvæmt en niðurstaða hafi legið fyr­ir eft­ir langt ferli og að fólk hafi verið upp­lýst um áhyggj­ur sem menn hafi af ör­ygg­is­mál­um á staðnum.

AFP

Hefðu getað komið í veg fyr­ir dauðsföll
Í rann­sókn­ar­skýrslu um brun­ann, sem var birt í fyrra, kom fram að það hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir öll dauðsföll­in. Þar eru verk­taka­fyr­ir­tæki sökuð um „kerf­is­bund­inn óheiðarleika“.

Heimild: Mbl.is