Risaverkefni – Stærðin skiptir máli
Ákvarðanir, verkefnastjórnsýsla, áhætta og ábyrgð.
Þann 20. febrúar 2025 mun Verkfræðingafélag Íslands standa fyrir ráðstefnu um risaframkvæmdir á Íslandi og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu (e. Project governance).
Staður: Hilton Reykjavík Nordica, salur H-I. (Ráðstefnunni verður streymt).
Tími: Fimmtudagur 20. febrúar 2025 kl. 9-12.
Húsið opnar kl. 8:30 – heitt á könnunni.
Á ráðstefnunni verður kastljósi beint að opinberum stórframkvæmdum sem rannsóknir sýna að fara mjög oft langt fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við fjármálaráðuneytið, IMaR ráðstefnuna, CORDA í Háskólanum í Reykjavík, Vegagerðina og Betri samgöngur. Markmiðið er að leiða saman stjórnsýslu, atvinnulíf og fræðasamfélag.
Kastljósi verður sérstaklega beint að samgönguverkefnum hins svokallaða samgöngusáttmála og nauðsyn þess að verkefnastjórnsýsla sé vönduð í slíkum verkefnum. Fyrirlesarar verða innlendir og erlendir sérfræðingar, m.a. frá fjármálaráðuneyti Noregs.
Dagskrá
Kl. 9:00 Setning
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra.
Kl. 9:15 – 9:45 The Norwegian State Project model
Ingvild Melvær Hanssen sérfræðingur í norska fjármálaráðuneytinu.
KL. 9:45- 10:15 Following the „Norwegian way“. – Experiences gained and lessons learned
Ole Jonny Klakegg, prófessor við Háskólann í Þrándheimi.
Kl. 10:15 – 10:45 PROGRAM DENMARK: Transforming Public Projects through Research – Insights from Denmark and Norway.
Per Svejvig, prófessor við Háskólann í Árósum.
Kl. 10:45 – 11:00 Kaffihlé
Kl. 11:00 – 11:15 Vegagerðin – Verkefnastjórnsýsla risaverkefna
Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis hjá Vegagerðinni.
Kl. 11:15 – 11:30 Betri samgöngur – Mat áhættu við áætlanagerð.
Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum.
Kl. 11:30 – 12:10 – Pallborðsumræður og samantekt.
Ráðstefnustjóri: Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ.
Aðgangur er ókeypis og verið velkomin meðan húsrúm leyfir.
SKRÁNING Í VIÐBURÐADAGATALI VFÍ.
Heimild: Vfi.is