Ný samþykkt um gatnagerðargjald í Reykjavík voru rædd í borgarstjórn í vikunni. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafa í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og hafa aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð.
Núgildandi gjaldskrá Reykjavíkurborgar í samanburði við tillögu að nýrri gjaldskrá sem lagt er til að taki gildi 1. september næstkomandi. Til samanburðar er jafnframt að finna gildandi gjaldskrár nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald.
Komi til samþykktar fellur núgildandi samþykkt um gatnagerðargjald, nr. 725/2007, með síðari breytingum, úr gildi, með tveimur undantekningum sem koma fram í ákvæðum I og II til bráðabirgða í nýrri samþykkt. Hún felur í sér að gatnagerðargjald verður eftirfarandi, sem hlutfall af verðgrunni sem Hagstofa Íslands uppfærir með mældri breytingu vísitölu byggingakostnaðar í næstliðnum mánuði:
a) Fjölbýlishús 10%
b) Annað íbúðarhúsnæði en fjölbýlishús 15%
c) Bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5%
d) Aðrar byggingar en samkvæmt a), b) og c) lið 13%
Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að:
-breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis.
-bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis.
-fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimila slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar.
-samræma orðalag og efnistök samþykktarinnar við lögin.
Tekjur aðeins staðið undir um þriðjungi af kostnaði
Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum verði eftirfarandi og hefur þá verið tekið tillit til þess að gjöldin hækki á síðari hluta ársins 2025. Til samanburðar eru niðurstöður álagðra gjalda árið 2023 og útkomuspá fyrir árið 2024:
Fjárfesting í gatnagerð hefur verið umtalsverð á undanförnum árum og eru gatnagerðargjöld lögbundinn gjaldstofn sem ætlað er að standa undir gatnagerð og viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. Eftirfarandi tafla sýnir tekjur borgarinnar af gatnagerðargjöldum frá árinu 2018 til og með 2023 auk útkomuspár ársins 2024 og áætlunar 2025. Til samanburðar má sjá kostnað borgarinnar við fjárfestingu í gatnagerð og skyldum liðum. Á tímabilinu hafa tekjur af gatnagerðargjöldum aðeins staðið undir um þriðjungi af kostnaði:
Mikilvægt að gatnagerðargjöld standi undir kostnaði
Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða.
Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,” segir í bókuninni. “Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.”
Heimild: Reykjavik.is