Opið hús vegna forkynningar á rammahluta aðalskipulags á vestanverðu Kársnesinu verður í Safnaðarheimili Kársnessóknar Hábraut 1A, á eftirfarandi dögum:
- Fimmtudaginn 6. febrúar. Opið hús milli kl. 16 og 19.
- Laugardaginn 8. febrúar. Opið hús milli kl. 13 og 16.
- Mánudaginn 10. febrúar Opið hús milli kl. 16 og 19.
Þar geta íbúar og aðrir hagsmunaaðilar komið og kynnt sér vinnslutillögu ásamt fylgigögnum. Starfsmenn og ráðgjafar verða á staðnum til að svara spurningum.
Kynningarmyndband um vinnslutillöguna
Viðfangsefni rammahlutans snýr einkum að áframhaldandi þróun svæðisins með sérstakri áherslu á gæði byggðar, góðar samgöngutengingar meðal annars fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsrými. Sett er fram heildarsýn fyrir framtíðarþróun svæðisins, sem verður útfærð nánar í deiliskipulagsáætlunum fyrir tiltekna reiti á svæðinu.
Sérstaklega er vakin er athygli á að staðsetning hefur verið breytt frá fyrri auglýsingu.
Heimild: Kopavogur.is