Home Fréttir Í fréttum Fresta breytingum í Sundhöllinni

Fresta breytingum í Sundhöllinni

40
0
Stíllinn þarf að haldast, á bökkum eins og öðru í húsi þessu. mbl.is/Eva Björk

End­ur­bót­um á inni­laug Sund­hall­ar Reykja­vík­ur við Baróns­stíg hef­ur verið slegið á frest.

<>

Ekk­ert verður gert fyrr en árið 2031; tals­vert seinna en áformað var. Fyr­ir ligg­ur að steypa þarf nýtt laug­ar­ker en því fylgdi að breyta þarf bökk­um laug­ar og end­ur­byggja með því lagi sem hæf­ir nú. Slíkt hugnaðist fasta­gest­um laug­ar­inn­ar ekki, sbr. mót­mæli þeirra í Morg­un­blaðsgrein.

„Bakk­ar laug­ar Sund­hall­ar­inn­ar eru hluti af heild­ar­hönn­un húss­ins, sem þykir ein­stak­lega fal­leg og stór­merki­leg. Breyt­ing á þeim myndi skerða list­rænt gildi húss­ins og slíkt má ekki eiga sér stað nema … að lýðheilsu sé stefnt í voða eða annað þaðan af al­var­legra,“ sagði í um­ræddri grein.

Steinþór Ein­ars­son hjá menn­ing­ar- og íþrótta­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að und­an­farið hafi full­trú­ar borg­ar, Minja­stofn­un­ar og VA-arki­tekta skoðað nýj­ar út­færsl­ur á bökk­um laug­ar­inn­ar. Sú vinna hafi skilað lausn þar sem at­huga­semd­um sem fram hafa komið sé mætt. Fram­kvæmd­ir þurfi þó að bíða næstu árin, enda önn­ur stór­verk­efni í upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja í borg­inni ofar á blaði.

Heimild: Mbl.is