Home Fréttir Í fréttum Eik hagnaðist um 6,5 milljarða

Eik hagnaðist um 6,5 milljarða

25
0
Garðar Hannes Friðjónsson, fráfarandi forstjóri Eikar. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Eik fasteignafélag birti stjórnendauppgjör eftir lokun markaða í dag.

<>

Eik fasteignafélag skilaði 6,5 milljarða króna hagnaði eftir skatta árið 2024, samkvæmt stjórnendauppgjöri. Til samanburðar var hagnaður félagsins 5,9 milljarðar árið 2023.

Rekstrartekjur Eikar jukust um 2,4% og námu 11,5 milljörðum króna í fyrra. Rekstrarkostnaður og virðiseignun krafna nam samtals 4,2 milljörðum króna og jókst um 10,8% milli ára.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir (EBITDA) dróst því lítillega saman og nam rúmlega 7,3 milljörðum í fyrra, samanborið við tæplega 7,5 milljarða árið áður. Matsbreyting lækkaði lítillega milli ára og nam 7,3 milljörðum.

Fjármagnsgjöld félagsins lækkuðu hins vegar um meira en milljarð milli ára og fóru úr 7,7 milljörðum í 6,6 milljarða.

Félagið spáir því að EBITDA félagsins verði á bilinu 7.620 – 7.940 milljónir króna á árinu 2025 á föstu verðlagi miðað við vísitölu neysluverðs í janúar 2025. Þá spáir félagið að rekstrartekjur verði á bilinu 12.055 – 12.545 milljónir.

Heimild: Vb.is