Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á Garðatorgi

Framkvæmdir á Garðatorgi

139
0
Mynd: Gardabær.is

Framkvæmdir í miðbæ Garðabæjar eru í fullum gangi þessa dagana þar sem byrjað hefur verið á grunni við nýtt hús Garðatorg 6, þar er gert er ráð fyrir verslun eða þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum. Vegna framkvæmda við Garðatorg 6 verður innkeyrsla inn á Garðatorg sunnan megin frá færð til austurs.

<>

Við færslu innkeyrslunnar þarf að loka tímabundið fyrir akandi umferð frá Vífilsstaðavegi inn á Garðatorgið.  Aðrar leiðir sem eru færar inn á Garðatorg er um Bæjarbraut en einnig verður mögulegt að aka að torginu frá Vífilsstaðavegi um Kirkjulund að bílastæðum austan við Garðatorg 7.

Lokunin á innkeyrslunni inn á Garðatorg frá Vífilsstaðavegi verður næstu 2-3 vikur á meðan á færslu innkeyrslunnar stendur,  jafnframt verða núverandi lagnir frá Mílu og regnvatnslagnir færðar til auk þess sem settar verða snjóbræðslulagnir, malbikað og hellulagt. Vegfarendur eru beðnir um að virða alltaf merkingar og sýna aðgát við vinnusvæði.

– See more at: http://www.gardabaer.is/forsida/frettir/frett/2016/06/13/Framkvaemdir-a-Gardatorgi/#sthash.pPjOuhl9.dpuf