Bæjarsjóður Seltjarnarness óskar eftir tilboðum í verkið Seltjarnarnes – Vivaldivöllurinn – Endurnýjun á gervigrasi.
Verkið felst í rifi og flutning á geymslusvæði á núverandi gervigrasi á knattspyrnuvelli og æfingavelli á íþróttasvæðinu og endurnýjun gervigrasyfirborðs á völlunum tveimur.
Helstu þættir verksins eru:
- Rif og flutningur á núverandi yfirborði alls um 11.320m2
- Keppnisvöllur 74x111m
- Æfingavöllur 47x66m
- Nýtt gervigrasyfirborð alls um 11.320m2
- Keppnisvöllur 74x111m
- Æfingavöllur 47x66m
Skiladagar verksins eru eftirfarandi:
- Verklok keppnisvallar – 26. maí 2025
- Verklok æfingavallar – 2. júní 2025
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds, á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni https://vso.ajoursystem.net/ frá og með miðvikudeginum 29. janúar 20025.