Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og varnarmálasvið Landhelgisgæslunnar vekja athygli á forútboði fyrir verkefnið „P-8A Operations Center Non-Secure Renovation, Keflavik, Iceland“ (N3319125F005) sem boðið er út á vegum bandaríska sjóhersins.
Áhugasamir einstaklingar geta nálgast ítarlegri upplýsingar á meðfylgjandi hlekk.
https://sam.gov/opp/389684dac20648f084974cae298da981/view
Útboðið sjálft er áætlað að vera útgefið í febrúar 2025 og að samningur liggi fyrir í júní sama ár.
Við vekjum athygli á því að til að standast kröfur útboðsins gætu þáttakendur þurft að undirgangast bakgrunnskoðun og veita upplýsingagjöf um fjármál fyrirtækisins.
Fyrirtækið og viðeigandi starfsmenn þess þurfa að standast öryggisvottun til að starfa á öryggissvæðinu í Keflavík.