Bæjarstjórn Akureyrar skorar á ríkisstjórnina að hefjast sem fyrst handa við byggingu hjúkrunarheimilis í bænum.
Bæjarstjórnin segir lítið sem ekkert hafa gerst varðandi smíði þeirra 80 hjúkrunarrýma sem samið var um við heilbrigðisráðuneytið árið 2019. Frá þessu er greint á vefmiðlinum akureyri.net.
Bæjarstjórnin samþykkti einróma í vikunni breytingu á aðalskipulagi bæjarins með því að heimila byggingu hjúkrunarheimilis við Þursaholt, norðaustan Krossanesbrautar, auk annarrar þjónustu við eldri borgara. Breyting á deiliskipulagi var einnig samþykkt í bæjarstjórninni. Engar athugasemdir né umsagnir bárust um tillöguna meðan hún var auglýst.
Heimild: Ruv.is