Home Fréttir Í fréttum Par vann myglumál fyrir héraðsdómi

Par vann myglumál fyrir héraðsdómi

37
0
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur fall­ist á hluta af kröfu pars sem krafðist af­slátt­ar af kaup­verði fast­eign­ar vegna galla sem mátti rekja til raka sem kom í ljós tveim­ur árum eft­ir af­hend­ingu eign­ar­inn­ar.

<>

Mat meiri­hluti dóms­ins það svo að parið hefði með mats­gerð lög­gilts fast­eigna­sala sýnt fram á verðmæt­isrýrn­un fast­eign­ar­inn­ar og var fyrri eig­anda gert að greiða þeim 6.500.000 krón­ur auk vaxta. Einnig þarf fyrr­um eig­and­inn að greiða þeim 3.000.000 krón­ur í máls­kostnað.

Þurftu að fjar­lægja bygg­ing­ar­efni og gól­f­efni

Und­ir lok janú­ar 2023 varð parið vart við myglu í vaska­skáp í inn­rétt­ingu í eld­húsi sínu. Flutti parið út úr eign­inni og hafði sam­band við verk­fræðistof­una Verkís um út­tekt á ástandi íbúðar­inn­ar.

Í þeirri skýrslu hafi svo komið fram að raki og mygla hafi fund­ist í íbúðinni og var mælt með því að allt bygg­ing­ar­efni yrði fjar­lægt af út­veggj­um og allt gól­f­efni fjar­lægt af rým­um með út­veggj­um, þ.e.a.s. á öll­um her­bergj­um að baðher­bergi og þvotta­húsi und­an­skild­um.

Þess ber að geta að parið hafði sjálft gert upp baðher­bergið rúm­um tveim­ur mánuðum eft­ir kaup­in 2021 eft­ir að hafa orðið vart við raka og myglu þar inni. Hins veg­ar hafði fyrr­ver­andi eig­andi ekki verið upp­lýst­ur um þær aðgerðir.

Horft til mats­gerðar lög­gilts fast­eigna­sala

Var það mat dóms­ins að eng­in um­merki hefðu verið sýni­leg um raka­skemmd­ir í baðher­bergi eign­ar­inn­ar þegar íbúðin var keypt. Þá þótti ósannað að fyrr­ver­andi eig­and­inn hafi vitað af raka­skemmd­um í íbúðinni við söl­una og af­hend­ingu.

Seg­ir hins veg­ar í dómn­um að við úr­lausn máls­ins hafi verið litið mats­gerðar lög­gilts fast­eigna­sala sem feng­inn var inn sem dóm­kvadd­ur matsmaður. Hann hafi metið svo að íbúðin hafi í raun átt að kosta 8 millj­ón­um krón­um minna en hún kostaði þegar hún var keypt.

Dóm­ur­inn mat það svo að til­kynn­ing pars­ins til fyrr­ver­andi eig­and­ans um raka­skemmd­irn­ar á baðher­berg­inu hafi ekki verið inn­an sann­gjarns frests þar sem tæp­lega tvö ár voru liðin síðan parið hafði upp­götvað þær en fyrr­ver­andi eig­and­inn fékk til­kynn­ing­una með bréfi í apríl 2023.

Hins veg­ar þótti til­kynn­ing­in um rest­ina af raka­skemmd­un­um vera inn­an sann­gjarns frests þar sem þær voru upp­götvaðar í janú­ar og fe­brú­ar 2023 og til­kynnt­ar í sama bréfi.

Ágalli baðher­berg­is­ins dreg­inn frá

Líkt og fyrr seg­ir horfði dóm­ur­inn til mats­gerðar fast­eigna­sala sem mat svo að íbúðin hafi verið 8 millj­ón­um króna dýr­ari þegar hún var keypt en dregið var frá ágalla baðher­berg­is­ins sem met­inn var á 1,5 millj­ón­ir.

Fyrr­ver­andi eig­anda íbúðar­inn­ar er því gert að greiða par­inu 6.500.000 krón­ur með drátt­ar­vöxt­um frá 10. maí 2024 til greiðslu­dags og 3.000.000 krón­ur í máls­kostnað.

Heimild: Mbl.is